Skírnir - 01.01.1984, Page 65
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG ÞYÐINGAR
61
en þær hafa að auki öðrum hlutverkum að sinna. Við kynnum
okkur ekki erlenda menningu af einni saman forvitni, heldur
viljum við með því öðlast gleggra næmi á eigin menningu, til
að forðast að hún tréni með manni, til að hleypa í hana fersku
blóði. Er ekki staða þýðinga gagnvart innlendum bókmenntum
sama eðlis?
Það sem er svo heillandi við bókmenntaþýðingar er að jafn-
framt því sem þær flytja lesandanum erlendar bókmenntir,
berast þær vitund hans sem bókmenntir á íslensku. Af þessari
víxlverkan, þessari díalektík, ættu íslenskar bókmenntir að
hagnast. Þá er þess fyrst að geta að þessi vitund lesandans er
alls ekki saklaus og óspjölluð er hún gengur til leiks við skáld-
verk. Hún er mótuð af þeim verkum sem lesandinn þekkir fyr-
ir; í víðara samhengi er hún mótuð, þótt óbeint geti verið, af
ríkjandi bókmenntahefð. Lesandinn býr yfir því sem Vésteinn
Ólason hefur nefnt „bókmenntahæfi“ í beinu framhaldi af hug-
taki Noam Chomskys, „málhæfi“ („competence").45 Bókmennta-
hæfin er eins konar innbyggður bókmenntaskilningur, áunninn
hæfileiki til að meðtaka skáldverk. Hún er ekki kyrrstæð heldur
síbreytileg, þróast með bókmenntum tímanna og er í nánum
tengslum við ríkjandi bókmenntahefð hverju sinni. Á hverju
augnabliki bókmenntasögunnar er bókmenntahæfin því bundin
ákveðnum vccntingum lesandans, hún miðast við þær viðtökur
texta sem bókmenntahefðin gefur tilefni til.
í ritgerð þessari hef ég sífellt verið að ræða um viðtökur texta
og nú verð ég opinskátt að sækja mér hugtök til viðtökufrœðinn-
ar (þ. „Rezeptionsásthetik“; e. „Reception Studies“) sem sérdeil-
is þeir Wolfgang Iser og Hans Robert Jauss hófu til vegs í bók-
menntarannsóknum.48 — Eins og ég lief áður drepið á, fullgerist
skáldverkið ekki fyrr en það er numið af viðtakanda. Á hverj-
um tíma eru ríkjandi meðal viðtakenda ákveðin vcentingamörk
(þ. „Erwartungshorizont"; e. „horizon of expectations“) sem
skilyrðast af bókmenntahæfinni. Meiri hluti skáldverka sem
fram koma halda sig innan þessara væntingamarka, en þó til
allrar hamingju ekki öll, því þá myndu bókmenntirnar staðna.
Viss skáldverk fara út fyrir þessi mörk á hverjum tíma, koma les-
endum á óvart, orsaka vœntingabrigði (þ. „Erwartungsenttau-