Skírnir - 01.01.1984, Page 72
68 AÐALGEIR KRXSTJÁNSSON SKIRNIR
selst víst með tímanum, því mörgum þykir gaman að henni (Ny
kgl. saml. 3263 4to).
Af bréfunum má einnig sjá að Egill hefir liaft samband við
Jón Thoroddsen vegna bóksölunnar og bréf farið milli þeirra. í
einu bréfa Egils til Gísla Brynjúlfssonar dagsettu 2. mars 1851
má sjá að Jón Thoroddsen hefir falið Agli að annast fjárreiður
sínar við S. L. Möller prentara, sem sá um prentunina á Pilti og
stúlku, síðan segir í bréfinu: „Piltur og stúlka kemur til að ganga
út á sumum stöðum; Jón er nú að búa til sögu líka Pilt og stúlku
og hef eg góða von um hana, einungis að þess háttar sögur komi
ekki allt of margar á ári eða í einu“ (Ny kgl. saml. 3263, 4to).
Þessi ótti Egils reyndist ástæðulaus, næsta skáldsaga Jóns kom
ekki út fyrr en aldarfjórðungi síðar. Það er eftirtektarvert að
Egill Jónsson notar líkt orðalag um sögu þá sem Jón er með á
prjónunum og Jón Thoroddsen notaði í bréfi til Gísla Brynj-
úlfssonar 12. desember 1867 og áður er vitnað til, en vitneskja
Egils er frá Jóni komin.
Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson virðist ekki hafa þekkt þetta
bréf þegar hann skrifaði doktorsritgerð sína um Jón Thorodd-
sen, a. m. k. nefnir hann ekki bréf Egils sem vitnað er til hér
að ofan. Það er eftirtektarvert að söguritun sú sem Egill greinir
frá í bréfi sínu hefir farið fram áður en Jón hóf að rita dagbæk-
ur sínar og sennilega hefir hann verið hættur við áður en Egill
skrifaði þetta bréf (2. mars 1851). Líklegt er að vegna upplýsing-
anna í bréfi Egils og e. t. v. fleiri heimilda um þessa fyrirhuguðu
skáldsögu hafi Gísli Brynjúlfsson skrifað Jóni og hvatt hann til
frekari afreka á vettvangi skáldsagnaritunar. Tæpu ári síðar en
Egill skrifaði Gísla Brynjúlfssyni eða 2. febrúar 1852 skrifaði
Jón Thoroddsen Gísla úr Flatey á þessa leið: „Of mikla trú
leggur þú á vesældóm minn, er þú hyggur, að ég nokkurn tíma
geti látið frá mér sjást „reglulega þjóðsögu, sem gæti orðið fóst-
urjörð okkar til heiðurs", ég tek samt orð þín eins og þau eru af
einlægni og velvild töluð mér til upph[h]vatningar að reyna að
gjöra eitthvað skárra en Pilt og stúlku; og þó að ég vantreysti
mér til þess, þá býr alltaf lrjá mér löngun til þess, en umsvif og
veraldarsýsl hafa, síðan ég kom hingað, hindrað mig frá að ráð-
ast í slíkt“ (StJÞ/Jón Thoroddsen I, 106). Tilvitnun í bréf Gísla