Skírnir - 01.01.1984, Page 80
76
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Féleysi stóð Kristjáni lengstum fyrir þrifum á skólaárunum
— eins og ráða má af bréfum hans. í bréfi til Gísla Brynjúlfsson-
ar, þann 26. apríl 1865 talar liann um lasleika og bágbornar
kringumstæður, ogrúmu ári síðar, þann 8. maí 1866, segir hann í
bréfi til sama manns:
Jeg er orðinn svo leiður á þessum heimskum, að jeg vildi gjarna vera laus
við þær framvegis, en þó er mjer ríkt í huga að halda áfram námsstörfum
mínurn, ef jeg mögulega get, sem þó er tvísýni á sökum fjeleysis mlns, sem
er óttalegt.18
Fyrstu tvo vetur sína í skóla hlaut Kristján „heilan ölmusu-
styrk“ frá skólayfirvöldum auk fjár úr Bræðrasjóði. Þessir styrk-
ir námu hvort ár tæpum 120 ríkisdölum en hafa dugað skammt.
Veturinn 1866—67 var ölmusa Kristjáns skert um helming vegna
slaksnámsárangurshans; þann veturoghinnnæstahlaut hann að-
eins 50 ríkisdali í styrk; þó rættist nokkuð úr fyrir honum síðari
veturinn því þá hlaut hann 30 ríkisdali úr Bræðrasjóði. Vinir
og frændur Kristjáns norðanlands hafa án efa styrkt hann til
náms framan af en þegar á leið tók að mestu fyrir þann stuðning
eins og síðar verður vikið að.
Skólagangan varð Kristjáni á margan hátt erfið. Fjárskortur,
heilsuleysi og drykkjuskapur dreifðu huganum og drógu úr
námsgetu hans. Því fór þó víðs fjarri að allur tími hans liði við
drykkju. Vinur hans, Jón Ólafsson, segir svo í ævisögu skáldsins:
Skólanám sitt rækti hann í meðallagi eða jafnvel betur, lagði þó eigi sér-
lega stund á eitt öðru fremur; en gáfur hans voru miklar og fjölhæfar, en
þó farnar að stirðna til lærdóms, meðfram af aldri, því að hann hafði verið
maður bráðþroska. Þó hafði hann góða stund afgangs frá námsstörfum sín-
um í skóla og las margt utan hjá, einkum skáldskaparrit.lt
Drykkjuskapur Kristjáns jókst þegar á Reykjavíkurdvölina
leið. Hann reyndi að drekka frá sér leiðann og sortann en lenti
fljótt í vítahring drykkjumannsins, veltandi steini líkt og Sysi-
fos til þess eins að sjá hann steypast niður á ný. Jón Ólafsson
telur að áfengissýki hafi snemma náð tökum á Kristjáni og fellt
hann þegar á Fjalla árunum. Sagt er að þá hafi hann verið hrók-
ur alls fagnaðar undir áhrifum áfengis, manna skemmtilegastur
og fyndnastur. En það breyttist — að sögn Jóns: