Skírnir - 01.01.1984, Síða 81
SKÍRNIR
SYRPA UM KRISTJÁN FJALLASKÁLD
77
Þó að Kristján væri þunglyndur maður, einkum er hann var einn saman,
var hann þó jafnan glaður og skemtilegur í viðmóti og inn indælasti í um-
gengni. En væri hann ölvaður, einkum ef það var í meira lagi, og helst
eftir á, var hann daprari í huga. Það er kunnugt, að flestir eru daufir og
sljóvir eftir á, er þeir hafa verið ölvaðir; Kristján var þá og ætíð dauðveik-
ur; en aldrei var honum ljettara um að yrkja en þá; mörg in bestu af kvæð-
um hans eru svo kveðin. Sjaldnar var það, að hann væri vel upplagður til að
yrkja á meöan hann var ölvaður.18
Að líkindum hafa menn þó ýkt drykkjuskap Kristjáns í gegn-
um tíðina því margt hafðist hann að í Reykjavík sem ekki varð
gert með öli. Árið 1913 birtist í Sunnanfara mynd af skáldinu
sem Tryggvi Gunnarsson hafði tekið í túnfætinum í Vallanesi.
Augnasvipurinn er dapur og beiskjudrættir um munninn, flask-
an í hægri hendi en staupið í þeirri vinstri. Þessi mynd vakti
nokkra umræðu því Þorvaldur Jónsson, prófastur á ísafirði, rit-
aði skömmu seinna grein í Nýtt kirkjublað þar sem hann sagði
meðal annars:
Rétt í þessu sá eg mynd af Kristjáni sáluga skáldi í Sunnanfara. Ritstjór-
inn getur þess til, að öllum muni ekki líka að sjá þessa mynd, og er eflaust
rétt til getið. Að minnsta kosti þótti mér mjög leiðinlegt að sjá hana, og
eg fæ ekki skilið, hvernig hún lýsir honum betur en myndin framan við
kvæði hans, sem mér þykir mjög góð. Við Kristján vorum góðir kunningjar,
og skrifuðumst nokkrum sinnurn á, eftir að eg fór úr skóla. Eg álít að það sé
alveg rangt að ímynda sér hann í sínum venjulega búningi, eins og hann er á
þessari mynd í Sunnanfara.Þaðersattaðhann var drykkfeldur, en hann vildi
stríða við þessa ástríðu sína, og tókst það oft nokkuð lengi. Eg man t.d. að
einn vetur borðaði hann tvo mánuði í sama húsi og eg, hjá Jóni Guðmunds-
syni ritstjóra, og kom aldrei fyrir að hann yrði kendur, var jafnan glaður
og kátur, og allir í húsinu höfðu mikla skemtun af honum.
Engin ástæða er til að rengja orð séra Þorvalds en hafa ber í
huga að hann fór úr skóla vorið 1867, ári á undan Kristjáni. Víst
er að áfengisdrykkja varð bölvaldur Kristjáns. Hún var þó ekki
orsök að lífsharmi hans heldur runnin af vanda sem stóð djúpum
rótum í sálarlífi hans.
III
Reykjavík var smábær þegar Kristján kom þangað, íbúafjöld-
inn innan við 2000 og dauft yfir bæjarlífinu. Aldarfarið mót-
aðist af stöðnun, einangrun, sinnuleysi og erlendri kúgun,