Skírnir - 01.01.1984, Page 83
SKÍRNIR SYRPA UM KRISTJÁN FJALLASKÁLD 79
Þessi bréfabrot sýna að lífsleiði Kristjáns magnaðist af bæjar-
setunni. Honum féll illa við hugsunarhátt Sunnlendinga, fann
sig ekki í nýju umhverfi og hafði viðbjóð á bæjarbragnum. Líkt
og Gestur Pálsson síðar fann hann þessu samfélagi flest til for-
áttu og gagnrýndi það vægðarlaust í bréfum sínum. Þann 8. maí
1866 skrifaði hann Gísla Brynjúlfssyni og gerði þá úttekt á stöðu
Reykvíkinga í andlegum og líkamlegum efnum. í mörgu minnir
ádeila hans á fyrirlestra Gests Pálssonar síðar á öldinni; skaphit-
inn, gremjan — og skarpskyggnin svipuð. Boðorð Reykvíkinga
um þær mundir voru tíu að mati Kristjáns:
1. Það er ekki neitt varið í neina Poesie nema hún sje margtuggið svarta-
gauls sálma-reykelsi.
2. Það eru ekki nema nokkrir Útvaldir, sem hafa rjett til að minnast á
Politie. (Ath.: Hverjir þessir Útvöldu eru, veit jeg ekki).
3. Nýi stiptamtmaðurinn er alfullkominn, og sá, sem hefur ekki eins rotið
skegg á hökunni og hann, er dóni.
4. Það er alt dýrmætt, sem Danir kveða.
5. Þú skalt hafa yfirskin guðhræðslunnar, en afneita hennar krafti.
6. Þeir sem búa til skammarrit um heiðvirða menn eru heiðvirðastir rit-
höfundar.
7. Þeir fáu sem þora að segja heiminum beiskan sannleikann eru Djöfuls-
ins útsendarar.
8. Það er heimska að hugsa, tala eða rita á íslensku, það er betra að gjöra
það á dönsku. (Því segja og nokkrir menn lærðir hjer í bæ: „Med Lov skal
Land bygge", það er betra en „Með lögum skal land byggja.")
9. Þú skalt hata alla, sem ekki eru eins skapi farnir og þú.
10. Þú skalt sverta nafn náunga þíns. Það er hið fyrsta og æðsta boðorð.2^
IV
Kristjáni tókst ekki að samlagast lífinu í Reykjavík eins og of-
angreindar tilvitnanir bera vitni um; honum sortnaði smám
saman fyrir sjónum í þessum nýja heimi, tíminn vildi ekki
tengja sig við hann. Hann hélst ekki við bókina og dróst út í
soll og drykkjuskap meira en góðu hófi gegndi. Mörg kvæði
Kristjáns frá þessum árum eru angistarstunur, kveinstafir, ör-
væntingarandvörp. Skáldið kastast á milli svalls og sútar, mót-
stöðuaflið virðist þverra smám saman. Hin svala hugsun Von-
arinnar hverfur nú oftast í æðru og sjálfsmeðaumkun. En Krist-
ján átti sem áður til aðra strengi í hörpu sinni. Til eru eftir
hann frá þessum árum gamanleikrit og skopkvæði þar sem sár-