Skírnir - 01.01.1984, Page 84
80
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
indin víkja fyrir galsa og gamansemi. Oft snýr hann skrápnum
út og ögrar borgaralegu siðgæði með virðingarleysi og gálga,
óhefluðum og grófum húmor. 1 aðra röndina hugsaði hann líkt
og níhilisti, tók ekkert gilt og sagði „for fanden“ þegar aðrir
bændu sig. Á slíkum stundum var honum ekkert heilagt, ekki
einu sinni sorgin. Gott dæmi um það er Ijóð hans Passíusálmur
frá síðari Reykjavíkurárunum. Það er hálft í hvoru skopstæling
á Voninni: grófur spéskapur, spottandi ögrun og í raun upp-
reisn og helgispjöll, kaldur fyrirlitningarhlátur. Skáldið gerir
ekki aðeins gy'S að helgidómum samtíðar sinnar heldur og að
eigin lífskvöl. En að baki býr tilfinning þess sem skynjað hefur
fáránleika og fánýti allra hluta. Kristján reyndi gálga-húmorinn
sem andsvar við tilgangsleysinu — líkt og margir hafa gert á
okkar öld. En það dugði honum ekki til lengdar, vandinn djúp-
tækari en svo, maðurinn full-viðkvæmur.
Kristján barði ekki lóminn utangarðs í reykvísku samfélagi
þótt hann samlagaðist því ekki og væri ævinlega utangarðs-
maður í tilfinningu sinni og hugsun. Dyr mektarmanna stóðu
honum opnar og hann var til dæmis boðinn og velkominn í hús
Jóns ritstjóra Guðmundssonar sem um þær mundir studdi við
bakið á mörgum efnismönnum. Kristján tók auk þess mikinn
þátt í ýmiskonar félagsstarfsemi, innan skóla og utan. Andstæð-
urnar í lund hans toguðu hann ýmist inn í sárustu einsemd eða á
mannamót; römm einstaklingshyggja gekk hjá honum í samfélag
við þjóðernislegan eldmóð og baráttuhyggju.
Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur var Kristjáni boðin
aðild að Kvöldfélaginu sem er eitt af merkilegri fyrirbærum í
menningarsögu 19. aldar en lítt rannsakað. Kvöldfélagið hafði á
sér svip reglu, starfaði með leynd og bauð aðeins völdum mönn-
um aðgang. Félagar voru einkum úr hópi háskólaborgara og
verslunarmanna, þ. á m. Jón Árnason, Gísli Magnússon, Jón
Þorkelsson, Sveinn Skúlason, Sigurður Guðmundsson, Matthías
Jochumsson, Jón Ólafsson, Hallgrímur Sveinsson, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson og Árni Thorsteinsson. Það má merkja álit Krist-
jáns að hann, einn sárafárra skólapilta, skuli tekinn inn í þetta
félag.
Kvöldfélagið gekkst fyrir fjölda málfunda og lét mennta- og