Skírnir - 01.01.1984, Page 85
SKÍRNIR SYRPA UM KRISTJÁN FJALLASKÁLD 81
menningarmál mjög til sín taka. Meðal annars tók það til um-
ræðu málefni sem þá voru ofarlega á baugi í Evrópu, s.s. rétt-
indi kvenna, níhilisma, kommúnisma og kenningar Darwins. Á
sína vísu endurómaði þessi félagsskapur þær frelsishreyfingar
sem gengið höfðu yfir álfuna um miðja öldina. Á málfundum
félagsins fóru einnig fram umræður um bókmenntir og estetík
sem mörkuðu ákveðin tímamót í sögu bókmenntagagnrýni hér-
lendis.23
Fyrsta vetur sinn í skóla lét Kristján mikið til sín taka í Kvöld-
félaginu. Hann tók þátt í kappræðum og flutti fjórar framsögu-
ræður, las að auki upp frumsamið og þýtt efni, til dæmis gaf
hann félaginu kvæðið Herðubreið í febrúar 1864. Þann 16. nóv-
ember 1863 flutti hann erindi undir heitinu Að lýsa Hjálmari í
Bólu með kvæðum hans. Seint í janúar 1864 fjallaði hann um
hví læknum væri hættara til kvenna en guðfræðingum, og
skömmu síðar, eða 1. febrúar, talaði hann um mestu kvenskör-
unga í fornöld. Þann 11. apríl hélt hann síðan erindi um man-
söngsmenn í fornöld, þýðingu þeirra og áhrif á sögu fornald-
ar. „Þýðing þessara mansöngsmanna þótti helzt í því fólgin að
þeir hefðu mildað hinn herskáa hug Norðurlandabúa, aukið
hreysti og fegurðartilfinningu,"24 segir í fundargerð félagsins.
Seinni vetur Kristjáns í skóla dró mjög úr starfi hans innan fé-
lagsins. Enginn fyrirlestra hans hefur varðveist, að vitað sé; hins
vegar er að finna tvær sögur eftir hann í skjölum félagsins.
Kristján tók virkan þátt í félagslífi skólapilta. Þannig skrifaði
hann fyrir þá a.m.k. fjögur leikrit sem sýnd voru á samkomum
1866 og 1867, þ.e. Biðlana, Gestkomuna, Timarnir breytast og
Misskilninginn. Bókmenntalegir verðleikar þessara verka eru
kannski ekki miklir en merkileg eru þau fyrir tvennt. í fyrsta
lagi marka þau nokkur tímamót í sögu íslenskrar leikritunar. í
öðru lagi varpa þau ljósi á höfundinn sjálfan eða eina hlið hans:
gárungsskapinn, kímnina, hæðnina. Misskilningurinn er gleði-
leikur, sömuleiðis Gestkoman sem segir frá óförum nokkurra
förumanna, stórlygara og raupara; Biðlarnir eru gamansöm lýs-
ing á kennurum Latínuskólans. Sumt í þessum leikritum jaðrar
við skopádeilu þar sem höfundur hefur uppi gagnrýni á siðferð-
islesti samtíðarinnar.
6