Skírnir - 01.01.1984, Side 86
82
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Veturinn 1867—68 var Kristján í ritnefnd skólablaðsins Fjöl-
svinns ásamt Birni M. Ólsen og Kristjáni Eldjárn Þórarinssyni.
Fjallaskáldið starfaði manna mest við blaðið og lagði því til mik-
ið efni, Ijóð, sögur og greinar. Síðustu skrif hans í það bera vott
um beiskju yfir áhugaleysi og samtakaskorti skólapilta. Þann-
ig skrifar liann eitt sinn dálitla skammagrein sem einkum er
beint gegn Kristjáni Eldjárn og Valdimari Briem, sem þá var
varaforseti skólafélagsins:
„Hamþykkur er sá hestur, sem aldrei hreifist úr stað, og er þó logbrönd-
um laminn", sagði spekingurinn Eldjárn, þegar hann ávarpaði yður í haust,
og hvatti yður til þess, að rísa upp og bregða blundi, en þjer eruð jafn
hamþykkir eptir sem áður. Það er ekki mögulegt að fá úr yður eitt bovs,
hvemig sem menn knýja ykkur fram; blað okkar væri steindautt, ef ekki
verðu fáir, já örfáir, tíma sínum til þess, að halda í því lxfinu, og það
eru sumir þeirra, sem þjer með rjettu kallið gatista; það leiðir nú tvennt,
af þessu, eins og þjer sjáið, fyrst að þessir gatistar verða enn meiri gatistar,
og anr.að það, að blaðið verður enn gatistalegra þegar brillistarnir grafa
svona pund sitt í jörðu.
Eldjárn, þetta makalausa járn, nennir eigi, eða telur sjer lægingu í að rita,
og þegir eins og járnkarl. Valdimar, þessi lýðsnjalli þjóðfrægi snillingur
þegir, og vill ekkert gjöra. (Jeg nota tækifærið til að geta þess milli sviga, að
hann er fæddur á Grund í Eyjafirði, ef síðar kynni svo að fara, að 7 bæir
þar í grendinni kynnu eptir dauða hans, að keppa um þann heiður, að vera
fæðingarstaður hans, svo sem Grund, Samkomugerði, Refkelsstaðir, Hleiðar-
garður, Vindheimur, Jökull og Saurbær.) Furðar engan á þessu nema mig?25
Kristján slær sama streng í síðustu grein sinni í Fjölsvinni.
Þar segir hann:
Þetta er líklega seinasta blaðið, sem kemur á þessu skólaári; hamingjan
má vita, hvort Fjölsvinnur kemur nokkurn tíma framar út. Færi nú svo,
að hann skyldi látast með þessu ári, þá mætti óhætt segja um hann að hann
hafi fæðzt af góðum vilja, og uppalizt í áhugaleysi. Jeg veit ekki, hvað öðr-
um kann að sýnast, en jeg fyrir mitt leyti þykist ekkert merki hafa ljósara
sjeð upp á áhugaleysi, samtakaskort og andlegan doða pilta, en einmitt
Fjölsvinn. Þetta kann að þykja harður dómur, en gætið að því, að það hefir
orðið að skipta blaðinu eða ritgjörðum í það á pilta eins og fátækraútsvari,
og er því ekki kyn, þótt hann lifi á moðunum, og engin undur, þótt hann
deyi úr hor í vor. Jeg skal ekki orðlengja þetta en það eitt þori jeg að full-
yrða að haldi menn þessu ræktar- og aðgjörðaleysi fram, þá fær hann lík-
lega skjótan og vesælan dauða.26