Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 87
SKÍRNIR SYRPA UM KRISTJAN FJALLASKÁLD 83
En þrátt fyrir dræmar undirtektir skólapilta varð Fjölsvinn-
ur þetta árið allvænn að vöxtum, 165 handskrifaðar blaðsíður.
Á aðalfundi skólafélagsins um vorið gerði forseti þess, Björn
Jónsson, síðar ráðherra, grein fyrir störfum þess og gat þar hlut-
ar Kristjáns:
Vjer sjáum allir og finnum til þess hvílíkur missir fjelagi voru er á öðrum
eins manni og Kristjáni Jónssyni, og oss hlýtur því að finnast þungt um
það, að hann gat ekki orðið lengur hjá oss, en „neyðin kennir naktri konu
að spinna", það kennir hinum að beita sjer, sem ef til vill hafa dregið sig í
hlje, en einmitt sökum þess, að þeir fundu til yfirburða hans, og þótti sem
hann einn væri fær um að rita og vinna, og sú raun vona jeg verði á fram-
vegis.27
V
Veturnir 1866—67 og 1867—68 voru Kristjáni þungir í skauti
fjárhagslega þótt nokkuð rættist úr fyrir honum þann síðari;
skólastyrkur lians hafði verið skertur um helming og stuðnings-
menn nyrðra snúið við honum baki. Þeir einu sem mér vitanlega
studdu hann til loka voru séra Björn Halldórsson í Laufási, Lúð-
vík Schou kaupmaður á Húsavík og Tryggvi Gunnarsson í
Fnjóskadal. Ástæða þess að margir norðanmenn hættu að styðja
Kristján kemur glöggt fram í bréfi sem Jón alþingismaður Sig-
urðsson á Gautlöndum skrifaði fjárhaldsmanni Kristjáns, Jóni
Árnasyni, þann 20. október 1868. Þar segir hann meðal annars:
Þingeyingum hefur verið láð um það, að þeir ekki legðu fé fram Kristjáni
til styrktar; en það hefir eigi komið af tómri nízku eða viljaleysi, heldur af
hinu, að þeir, sem þekktu hann bezt, sáu, að því fé var á glæ kastað. Kristján
verður aldrei nýtur embættismaður, trúðu mér til. Og hvað verður úr hin-
um embættislausu menntamönnum hér á landi? Þú mátt þó ekki taka þetta
til þín. Nú er Kristján á Vopnafirði, en orð leikur á því, að hann hafi eigi
gætt þar hófs eða góðrar reglu, og þá er nú hætt við að lítið verði úr vís-
indaiðkunum hans.28
Veturinn áður hafði Tryggvi Gunnarsson gengist fyrir sam-
skotum handa Kristjáni en orðið lítið ágengt, þeir einu sem gef-
ið höfðu voru séra Björn í Laufási 10 rd. og Schou á Húsavík
25 rd. í bréfi sem Tryggvi skrifaði Jóni Árnasyni af þessu tilefni
þann 16. febrúar 1868, segir meðal annars: