Skírnir - 01.01.1984, Page 88
84
MATTHÍAS VIDAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Við marga hef eg hreyft því að styrkja Kristján til að fullkomna lærdóm
sinn og hafa margir tekið því vel að gjöra það, ef þeir sæju að hann yrði
reglusamur, svo menn gætu haft von um að hann hefði sannarleg not af
því, er honum gæfist í þessu skyni, en að svo stöddu hef eg eigi áorkað meiru
en þér sjáið. Mér er vel við Kristján og óska þess af heilum hug að hann
gæti svo lagað ráð sitt, að hann gæti orðið sjálfum sér og öðrum að gagni,
er hann hefir hæfilegleika til. Gengi hann í bindindi og stundaði svo lær-
dóm sinn, að hann komist áfram í „bekkjunum" sem ætlazt má til af svo
gáfuðum manni sem hann er, þá er eg viss um, að menn styrktu hann hér,
svo honum drægi talsvert.29
En svo fór ekki því fáeinum vikum eftir ritun þessa bréfs
sagði Kristján sig úr skóla. Af bréfi hans til Tryggva á góu 1868
má ráða að fjárhagsástæður hafi ekki ráðið úrslitum, heldur
sálrænar. Kristjáni var um megn að raða brotum sínum saman.
Mælt er að síðasta kvöld Kristjáns í Reykjavík hafi hann ort
eitt af sínum mestu kvæðum, Ekki er allt sem sýnist30 en loka-
erindi þess hljóðar svo:
Veröldin er leikvöllur heimsku og harms,
er hrygðar-stunur bergmálar syrgjandi barms.
Lífið alt er blóðrás og logandi und,
sem læknast ekki fyrr en á aldurtila-stund.3l
í þessu ljóði yrkir skáldið um fallvelti allra hluta. Menn skynja
skepnuna eins og hún kemur fyrir en við nánari skoðun kemur í
ljós að hún er önnur en sýnist. Allt líf er orpið slíku ósamræmi.
Það sem virðist þétt í sér þessa stundina hefur breyst í ormagröf
þá næstu. Yndið er fallvalt, æskan hvikul, ástin gleymin og von-
in svikul. Samneyti manna ekki annað en yfirskin eða flótti frá
döprustu einsemd.
Vafalítið hefur öryggisleysi í æsku rennt stoðum undir þennan
lífsskilning Kristjáns. Föðurmissir, liarðneskja stjúpföður, lítils-
virðing, heimilisleysi og fátækt hafa skilið eftir sig undir og kall-
að á tjáningu í skáldskap. En á Fjöllum hafði liann einnig
kynnst hugmyndum sem kváðust á við lífsreynslu hans og veittu
túlkun hans í ákveðinn farveg.
1 verkum Kristjáns gengur tilfinningasöm uppreisnargirni í
samfélag við magnaða efahyggju. Skáldið fann tilfinningum sín-
um útrás í afneitun þess heims sem það lifði í. Hún kallaði ekki