Skírnir - 01.01.1984, Page 91
SKÍRNIR SYRPA UM KRISTjÁN FJALLASKÁLD 87
í mark: hann orti örlög sín, lifði Ijóð sín. Skáldgáfa hans nærðist
ekki aðeins á þjáningunni heldur glæddi hana og efldi. Kristján
ræktaði harm sinn, þannig fann hann til sín, þannig var hann
til.
Kristján Fjallaskáld dó löngu áður en hann andaðist, sagði
Matthías Jochumsson.34 En á bók stendur skrifað að skáldið hafi
farið af þessum heimi í páskamánuði 1869.
VII
Bréf frá Kristjáni Jónssyni
til sr. Björns Halldórssonar í Laufási,33
Reykjavík 17da marz 1865
Heiðraði vinur og velunnari.
Jegþakkayður með ást og alúð fyrir hinn stutta en góða kunn-
ingskap okkar. Eins og er gamall og góður siður á voru landi
íslandi, verð jeg að byrja þetta brjef með þessum formála, að
ógleymdu brjefi yðar sem mjer þókti harla vænt um. Því er nú
ver og miður að jeg hef hvorki vit, tíma, nje tækifæri til að borga
yður tilskrifið því ekki veit jeg neinar frjettir og nenni heldur
ekki að skrásetja þær, enda verða víst nógir aðrir til að skrifa
yður það, sem til má tína af þesskonar. Hvað mig sjálfan snertir
þá tóri jeg svona við að tarna gamla og nenni jeg því ekki að
skýra yður nákvæmar frá því. Líf mitt er annars mjög ómerki-
legt eins og það raunar hefur verið frá upphafi sínu, en nú þó
þeim mun ómerkilegra að nú hrýtur mjer aldrei staka af munni,
sem nú, ef til vill, betur fer. Það hefur verið svo rart að jeg hef
valla hnoðað saman einni einustu leirbögu í allan vetur, geri
jeg því helzt ráð fyrir að andinn, sem aldrei hefur verið nema
daufur og máttlaus, sje nú alveg vikinn frá mjer, og óttast að þó
svo fari að hann einhverntíma komi yfir mig eftir þetta þá verði
hann fremur í hrafns- en dúfulíki því alltaf er mjer heldur að
sortna fyrir sjónum í þessum nýja heimi sem nú er jeg kominn
í, en það er best að bera ekki kvíðboga fyrir því, sem koma skal.
Þó ekki sje nú mikið líf hjer í víkinni þá eru þeir samt ekki
alveg aðgjörðalausir, því með meira móti hefur verið prentað
hjer í vetur. Það þarf varla að segja yður frá Smáritunum nýju,
það munu margir verða til að gjöra það þó jeg gangi úr leik.