Skírnir - 01.01.1984, Qupperneq 96
92
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
það er einhver vesöld í mjer og liggur mjer við að halda að það
sje einhver aðkenning af taugaveikinni, sem gengur hjer, og er
jafnvel farin að stinga sér niður í skólanum, en jeg vil ekki
deyja svo að jeg ekki pári þjer nokkrar línur áður, því jeg vil
endilega fá frá þjer svar til himnaríkis, og skal jeg þá gefa þjer
mína Adressu. Hún verður líklega svona Studiosus margrahluta
Kr. J. í Himnaríki, nr. I í Heilagsandastræti í Kjallaranum.
Þetta eru nú raunar ekki nema getgátur, en fyrir öllu má ráð
gjöra.
Ekkert er að frjetta nema jeg lifi, og það eru nú strax mikil
tíðindi. Ekkert ber til tíðinda annað; nú jeg er heldur ekki
skyldugur til að tyggja það upp, sem Þjóðólfur og aðrir segja
þjer og sem þeir vita langtum betur.
Nýlega er hingað komið skip frá Hamborg með vörur til Siem-
sens, það sagði engar frjettir nema kaldan vetur, en þó frið í
Evrópu. Póstskipið er enn ókomið, en þess er þó von á hverri
stundu, það verður víst komið þegar póstur fer, svo þú getur
fengið frjettir úr því per aðra.
Mikinn eymdaróð kveðið þið norðlendingar núna, en ykkur
er víst vorkunn. Jeg vona að batinn, sem kom hjer seinast í febr-
úar, hafi gjört meira en líta hornauga til ykkar vesalings norð-
byggjanna minna, svo þið kveðið við annan tón næst þegar jeg
fæ kveðju frá ykkur. Annars er jeg þjer alveg samdóma í því, að
ekki geti land kaldara og ömurlegra fyrir búandmann en ís-
land — Det bedste Land der Solen skinner paa —. Hjer er allt
hið sama, hvað þessir hálærðu vitringar segja, þeir kenna aum-
ingja bændunum um allt, og eru sjálfir almáttugir, í orði
kveðnu, þeir skreyta þetta allt með skáldlegum lýsingum á jökla-
bliki, logagylltum fjallahnjúkum etc. etc. en ætli þeir sái mikið
eða uppskeri á þessu draumalandi sínu, með öllum þeirra marg-
tuggna kjaptavaðli. Þeir sæju bezt hvernig færi, ef þeir ættu að
standa fyrst liðlangt sumarið niðrí forarfeni, svo að ekki stæði
uppúr nema þeirra hagfróði haus og síðan um veturinn fylgja
skepnum sínum til beitar í norðlenzkum blindöskubyl, eða þá
róa steinóðan sunnlenzkan útsinning vestan af sviði, auk annars
sælgætis, sem bóndinn á við að búa. Nei þeir mundu segja
eins og stúlkan, sem í fyrsta sinni ól króga: „Mikla bölvun gjörð-