Skírnir - 01.01.1984, Síða 98
94
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKIRNIR
alls eigi um liver jeg er, en eitt veit jeg og það er það að jeg get
verið góður smali á Hallgilsstöðum; og hjá hverjum? (spyr ein-
hver). Hjá honum Tryggva sem er meiri en margur hyggur, og
þó er nafn hans kunnugt víðar en hann veit sjálfur. En eina
uppgötvun hef jeg gjört, og það er það að þú hefur búið til
milnu, sem getur kveðið rímur, Andrarímur, Bósarímur og
Blómsturvallarímur, en hvað er jeg að tala um þetta þar sem jeg
er hvorki rímnaskáld eða Mechanichor.
Nú er jeg orðinn þreyttur af þessum hringlanda, er ekki kom-
inn liljómur fyrir eyrun á þér Tryggvi? Það veit jeg ekki, en
mig er sjálfan farið að sundla, en jeg sje ekkert land, og mjer
er sama nú hvort næ nokkru landi eða engu, úr því jeg er kom-
inn útúr öllum skynseminnar regiónum, þá skeyti jeg engu.
Tíðin hjerna var afbragð fram undir þorra svo að jeg man
ekki slíka vetrartíð, en síðan skipti í tvo heimana, því nú hefur
verið stöðuglega 9 vikna skorpa og það með hörkum og snjó-
komu, og kveður svo rammt að því, að í dag heyrði jeg að farið
væri að skera niður búpening sökum harðinda. Þetta kann nú
að virðast hart, þar sem þið Norðlingar stóðuð með slíkri þol-
gæði í 27 vikna skorpunni í fyrra, þó margir biðu ósigur á end-
anum, en það er aðgætandi, að heyskapur í þeim sýslum, sem
bágast er nú í var nær þvi enginn í sumar sökum grasbrests og
óþurrka. Þetta kvað vera mest í Rangárvallasýslu, og þar er fjár-
kláðinn, en heyrt lief jeg og að þeir skeri fremur niður stálma-
kýr en kláðarollur. íslands óhamingju verður allt að vopni segir
Bjarni.
Jeg hef í vetur komist í brjefaskipti við norskan mann Schel
að nafni, sem segir mjer, að nýlega hafi komið út grein í blaði
einu í Kristjaníu, sem skíti okkur íslendinga út fyrir leti og
hirðuleysi um vort auðuga lancL. Jeg hef skrifað honum aptur
og beðið um greinina og svona í Forbigaaende borið þennan
óhróður til baka. Jeg hef í hyggju (með tilstyrk mjer betri
manna), að svara greininni í sama blaði (með beyskju) en þó
með stillingu — hvað bíður sinnar stundar, sagði Gunnar á
Hlíðarenda. Þessi Schel hefur lagt út eptir mig nokkur kvæði
sem hafa gert lukku í Noregi, og fyrir því skrifar hann mjer
langt brjef.