Skírnir - 01.01.1984, Page 101
SKÍRNIR
97
SYRPA UM KRISTJÁN FJALLASKÁLD
um kveðskap, þó á honum hafi bólað á þessari öld hjá einum eða
tveimur mönnum, heldur þótti mönnum aðalbreytingin vera fólgin
í því að menn hefðu farið að vanda meir mál og rím í hinum ýmsu
skáldskapartegundum sem áður voru hjer tíðkaðar. Við þessa um-
ræðu hjeldu menn sjer ekki aðeins við þetta heldur urðu menn að
bera saman skáldskaparrit hinna eldri og yngri skálda og vega þá
sín á rnilli; leiddust menn þá til þess að tala um framfarir eða aptur-
farir skáklskaparins á þessari öld, og þó að einnig um þetta væru
deildar meiningar manna, voru þó flestir þeirrar meiningar að skáld-
skap vorum hefði með menntuninni og hinni endurfæddu almennu
tilfinningu fyrir fegurð máls vors farið fram, þó að mætti á fyrri öld-
um í einstaka stefnum til nefna skáld svo sem Hallgrím Pjetursson,
sem enginn á þessari öld ennþá hefði náð. — Hið þriðja atriði sem
einnig við þessa kappræðu kom til tals var um skipting kveðskapar,
er spratt af því að Gísli Magnússon skipti kveðskap vorum í þessa
flokka: 1. sálmakveðskapur, 2. rímnakveðskapur, 3. lýriskur kveð-
skapur. Færði hann það til síns máls að ekki væri til neins að hafa
hjer aðra greining skáldskapar en þá sem skáldskapur vor eðlilega
greindist í og fannst honum ótilhlýðilegt að slengja sálmakveðskap
og rímnakveðskap saman í eitt, undir Lyrikina og kalla allt þetta
ásamt með ásta og gamnkvæðum Lyrik. Aðrir einkum Jón Árnason
vildu halda fast við hina grisku skipting skáldskapar og þótti það
gagnstætt allri estetiskri skoðun að sálmar væru ei Lyrik.“ Skjöl
Kveldfélagsins, Lbs. 489, 4to.
24 Skjöl Kveldfélagsins, Lbs. 489, 4to. Gunnar Sveinsson hefur fjallað um
veru Kristjáns í Kveldfélaginu í grein sinni „Kristján Fjallaskáld og
Matthías Jochumsson", Árbók Landsbókasafns Islands 1968, bls. 130—
136, Reykjavík 1969.
25 Kristján Jónsson: „Til F.ldjárns", Fjölsvinnur, Lbs. 3324, 4to.
26 Kristján Jónsson: „Athugasemd", Fjölsvinnur, Lbs. 3324, 4to.
27 Björn Jónsson: „Ræða“, Fjölsvinnur, Lbs. 3324, 4to.
28 úr fórurn Jóns Árnasonar, Sendibréf, síðara bindi, Finnur Sigmundsson
bjó til pr., bls. 139, Reykjavík 1951.
29 Ibid., bls. 138.
30 Sjá endurminningar Indriða Einarssonar: Séð og lifað, bls. 78, Reykjavík
1972.
31 Kristján Jónsson: „Ekki er allt sem sýnist", Ljóðmceli, bls. 189, Reykja-
vík 1911.
32 Björn Jónsson: „ICristján Jónsson", Ljóðmceli eftir Kristján Jónsson, bls.
162, Washington D.C. 1907.
33 Kristján Jónsson: „Um nýjár", Ljóðmceli, bls. 61, Reykjavík 1911.
34 Bréf Matthíasar Jochumssonar, bls. 78, Akureyri 1935.
35 Bréf þetta er geymt í bréfasafni Þórhalls Tryggvasonar fyrrv. bankastjóra
sem veitti góðfúslega leyfi til að það yrði birt.
7