Skírnir - 01.01.1984, Page 103
KRISTJÁN JÓNSSON FJALLASKÁLD
Sögur og ritgerðir
Matthias Viðar Sæmundsson bjó til prentunar
GÖMUL SAGA
í MIÐJUM óbyggðum Islands þar sem nú er allt hulið hraunum
og eyðisöndum, lágu í fyrndinni dalir tveir, fagrir og sveitaleg-
ir, enda var þar þá allmikil byggð, og bjuggu þar góðir bændur
og auðugir að fje; sóktu dalbúar verzlun sína ýmist suður á land
eða norður, enda var næstum jafnlangt til byggða suður og norð-
ur, og höfðu fjallbúar þessir allmikil viðskipti við sveitamenn.
Þegar hin mikla drepsótt, er „svarti dauði“ var kölluð, geisaði
yfir ísland, eyddust dalir þessir af mönnum, svo að eigi varð
nokkurt mannsbarn eptir á lífi, nema börn tvö, piltur og stúlka;
hjet hann Sigurður en hún Helga, voru þau sitt í hverjum dal,
og langur vegur á milli þeirra, og vissi hvorugt af öðru. Bæði
voru þau þá tólf ára gömul. Enda þótt þau í fyrstu yrðu bæði
ráðþrota og örvingluð, áttu þau nú eigi annars úrkostar en
bjarga lífi sínu sjálf; tókst þeim það og; enda voru nóg vistaföng
fyrir hendi, þar eð svo mátti að orði kveða, að þau væru ein erf-
ingjar að öllum fjármunum, er í dölunum voru. Eigi rötuðu þau
eða áræddu að fara burt úr dalnum, enda var vegurinn þaðan til
byggða bæði langur og ógreiðfær; eigi bar heldur svo til að
nokkur sveitamanna kæmi í dalinn, því flest fólk er bjó í hinum
nálægu sveitum hnje fyrir vopni morðengilsins, og þær fáu hræð-
ur er eptir tórðu, höfðu annað að hugsa og starfa, en að leita að
afdölum þessum.
Þannig liðu þrjú ár að unglingarnir lifðu í einveru þessari
og voru þau þá orðin nokkurn veginn sátt við þetta einverulíf
í fjalladölunum. Það vildi þó einu sinni svo til, að Helga var