Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 107
SKÍRNIR SÖGUR OG RITGERÐIR 103
fjöll og firnindi til Norðurlands, fór hann sem horfði og skeytti
hvorki ófærð nje ógöngum, en þó fjekk hann eigi staðizt við
ofurmegni náttúrunnar, því þegar hríðin gjörði svo dimma, að
eigi sá lengur út úr augunum, fjekk hann eigi staðizt það lengur,
heldur villtist hann og fór eitthvað áfram í blindni, en allt var
eintóm eyðimörk, og fann hann engar mannabyggðir í 6 daga;
loksins á 7unda degi birti nokkuð upp hríðina og var hann þá
kominn í dal einn mikinn; sá hann þar bæ og gekk heim á hann,
sá hann þar mann einn úti og kenndi þar Þórð bónda sonarbana
sinn og þekkti nokkuð það hið nauðljóta höfuð. Varð karli þá
skapfátt, og þreif heldur ómjúkt til hans. Það var eins og þegar
Guðmundur Erlendsson dregur lúðu, hún spriklar og ærist, en
Guðmundur sleppir ekki, heldur ber í hana gogginn og banar
lúðunni. Þann þreif hinn stóri Ólafur Þórð upp í háa lopt,
og laust honum niður við hlaðið, svo að hvert einasta bein
mölbrotnaði í honum, og er hann úr sögunni, eins og þegar
Guðmundur heitinn Ríki datt úr sögunni forðum. (Fred med
hans Stöv). Síðan hélt Ólafur inn í bæinn og fann þar Helgu,
var hún ákaflega hrædd, því hún hafði sjeð hvað úti gjörðist,
en Láfi sagði henni hvernig á öllu stóð og sagði hún honum apt-
ur á móti af högum sínum; gátu þau þess nú til að Þórður sálugi
(sbr. Einar sálugi) mundi hafa orðið Sigurði að bana.
Ólafur reyndist nú Helgu bezti drengur. Veitti hann henni
hjálp þegar hún ól barnið, sem var drengur, og skírði Ólafur
hann skemmri skírn, og kallaði Sigurð eptir föður sínum; samt
var Helga aldrei leidd í kirkju, því hvorki var þetta barn fætt í
heilögu hjónabandi, enda var þar enginn séra Ólafur, heldur
Ólafur stóri. En livað um það, svona leið nú og beið þar til vor-
aði, þá bjóst Ólafur til ferðar suður yfir fjöll heim til sín, og
hafði með sjer Helgu og barnið, tókst honum ferðin vel og greið-
lega, og settist hann nú um kyrrt. Helga fór á vist með bónda
einum þar í sveitinni og var hver maður vel til hennar; þókti
flestum ævintýri hennar merkilegt.
Þannig liðu nú stundir fram, og gjörðist Helga væn kona og
velmennt; þókti hún einhver hinn bezti kvenkostur þar um
sveitir, og gjörðust margir til að biðja hennar, en hún hafnaði
allra boði, og einsetti sjer að verða meykelling; en það gat hún