Skírnir - 01.01.1984, Qupperneq 110
106 KRISTJÁN JÓNSSON SKIRNIR
bjuggu hjón nokkur, er voru vel við efni og sómahjón; þau áttu
eina dóttur barna, er Kristín hjet; hún var væn að yfirlitum, og
þótti kvenkostur beztur þar um sveitir.
Sá djöfull hafði lengi legið í landi á bæ þessum, að ábúend-
unum kom aldrei saman; það var sífelldur rígur milli þeirra, og
enginn gat setið á sárshöfði, af þeim, er voru þeim áhangandi.
Engjablettur og beitiland voru sífellt óeirðarefni á meðal bú-
endanna og undir niðri var þó metnaður einn, sem mest mátti
sín, því hver vildi vera öðrum meiri. Húsfreyjurnar ljetu eigi
heldur sitt eptir liggja; þær vissu mjög vel hvað eina, sem við
bar hvor á annarrar heimili, og var því þá ekki drepið niður,
sem miður þótti sæma, og með því að skammt var milli bæj-
anna, voru samgöngur miklar milli þeirra, og þar sem svo á
stendur, vantar sjaldan þjónustusaman anda til þess að bera
frjettir. Móðursystir mín var allt of væn og skynsöm kona til
þess, að hún eigi varaðist að fara með nokkuð ósæmilegt um
nágranna sína, en það man jeg stundum, að hún sagði um Krist-
ínu, að sjaldan væri einbirni annmarkalaust, og fleira þess konar.
Þegar jeg var 12 ára, fór einu sinni margt fólk til kirkju af
bæjum þessum. Þetta var um jólaleytið; frost var um morgun-
inn, en um kvöldið gjörði frostleysu; kirkjuleiðin er öll yfir egg-
sljettar grundir og sanda, og liggur þar yfir svellgljá ein á vetr-
um, þegar svo hagar veðri. Vegurinn er alllangur. Á heimleið-
inni um kvöldið var flughálka, tóku menn því það ráð, að
verðaallirsamferða; tóku þá karlmennirnir stúlkurnar og leiddu
þær við hönd sjer; jeg fyrir mitt leyti held, að það eigi heldur
[liefði] verið vanþörf, því bæði var hált og dimmt; dró nú smátt
[og smátt] sundur milli þeirra, sem leiddust, svo tvö og tvö urðu
sjer. Ekki man jeg, hvað mörg við vorum, en svo mikið er víst,
að vjer stóðum á stóru, og að mjer meðtöldum, voru karlmenn-
inir einum fleiri en kvenmennirnir. Jeg varð því í milli hluta,
og fjekk enga að leiða, enda var jeg liðljettur. Undi jeg því mæta
vel, og ljek mjer á skautunum kringum samferðafólkið. Eptir-
tektarsamur maður hefði ef til vill getað tekið eptir mörgu, en
það var ekki því að heilsa um mig; á því furðaði mig samt, að
Sigurður frændi minn, sem leiddi Kristínu, varð góðan spotta á
eptir hinum, og var þó ötull og röskur maður, og hún að sínu