Skírnir - 01.01.1984, Side 113
SKÍRNIR SÖGUR OG RITGERÐIR 109
Hún brölti því á fætur úr bóli sínu, kveikti ljós og skreiddist
fram í kofa sinn, en þegar hún lauk honum upp, hljóðaði hún
upp yfir sig, krossaði sig og bað guð að vera sinni aumu sál
náðugan, að svo mæltu þaut hún sem skjótast burtu, og drap
ljósið í fátinu. Jeg herti mig nú af öllu afli, og þangað til var
jeg að brölta, að tunnan með öllu, sem í henni var, fjell fram á
gólf, og jeg losnaði úr læðingi, hljóp sem skjótast á fætur, og
skundaði lieim til mín; jeg gekk að læk einum er rann hjá bæn-
um, og þvoði af mjer skyrið og blóðið, og með því fötin voru
grómtekin, fór jeg úr þeim, og lagði þau í bleyti, gekk svo alls-
nakinn heim til bæjar; þegar hundarnir sáu mig svona beran,
stukku þeir upp með gelti miklu.
Móðursystir mín var búsýslukona mikil, og hugði, að gripir
mundu vera komnir heim að bænum, og mundu gera usla í heyj-
um, sem enn var óvendilega umbúið; hún kippti því skóm á
fætur sjer, og gekk út, en þegar hún lauk upp hurðinni, sá hún
nakinn mann standa á hlaðinu; jeg hopaði undan, en henni
varð bilt við, og ljet aptur hurðina, og hraðaði sjer inn. Jeg
gekk inn á eptir henni, og lagðist niður í rúm mitt. Skömmu
síðar kom Sigurður, og lagðist einnig fyrir; sváfum við svo af
um nóttina, en eptir þetta æfintýri var jeg veikur í nokkra daga.
Um morguninn var móðursystur minni þungt í skapi; hún
hafði séð sýn um nóttina, mann allsnakinn, sem leið burt frá
sjónum hennar. Nú þótt menn vissu, að hún var kona óljúgfróð,
þá efuðu þó nokkrir sögu hennar. En frjett, sem kom frá næsta
bæ um daginn, tók af öll tvímæli. Húsmennskukerlingin þar
hafði sjeð drauginn með eigin augum í búrkofa sínum, þar sem
hann hafði bramlað allt og brotið; hafði hún þekkt, að það var
sami drengurinn, sem drukknaði um sumarið, allur blár og blóð-
ugur, með augað út á kinn. Eptir þetta sáu menn opt drauginn,
og var hann eins og kerlingin hafði lýst honum, og þótti mönn-
um allt að einu fara. Merkilegt var að Sigurður frændi minn,
sem annars var enginn hégiljumaður, bar aldrei neitt á móti
þessu, heldur lagði fátt til þeirra mála.
— Jeg er sá eini, sem veit, hvernig á þessum draug stendur,"
sagði sögumaður minn, „en nú er langt síðan þetta var, og því
liirði jeg ekki um að dylja þetta lengur."