Skírnir - 01.01.1984, Side 114
110
KRISTJÁN JÓNSSON
SKÍRNIR
FERÐASAGA
Einhvern tíma hefi jeg heyrt, að engin bók væri svo fánýt, að
ekkert yrði af henni lært. J eg skal ekki skera úr því, hvort það er
satt eða eigi þótt líklegt sje, að það megi til sanns vegar færast,
en hitt er víst, að engin bók er svo fræðandi, og af engri bók má
læra meira, en lífinu sjálfu. Vjer skulum skoða lífið eins og
bók, og ekki getum vjer dulist þess, að þar kennir margra grasa;
sumstaðar eru fjörugir gleðisöngvar, sumstaðar eldheitar ástar-
sögur, stundum eru greinir um búskap og starfsemi, stundum
sorgarleikir, og saknaðarharmar, stundum glæpasögur og voða-
legar myndir, og innan um allt þetta eru smáskrítin ævintýri.
Svo mun ævisaga flestra manna, ef allt það, sem þeir hugsa, tala
og gjöra, og þola, væri fært í letur; en jeg skal ekki þreyta les-
endurna með lengri formála því að tilgangur minn er að segja
mönnum frá einu stuttu ævintýri, sem jeg hefi sjálfur lifað og
sem mundi verða svo sem á hálfa blaðsíðu í ævisögu minni, ef
hún væri skrifuð nákvæmlega upp, og ekkert undanfellt.
Það er ekki langt síðan jeg var á ferð norður í landi, og hafði
komið til kunningja míns, og dvalið hjá honum lengi dags, jeg
átti að fara yfir heiði alllanga, var jeg gagnkunnugur, og hirti
því eigi, þótt jeg yrði seint fyrir, og þoka væri; jeg lagði heldur
eigi af stað, fyrri en undir háttatíma; vinur minn fylgdi mjer
spölkorn, og svo hjelt jeg einn á heiðina, glaður og áhyggjulaus.
Nú held jeg áfram og hafði ekki nema eina húðarbykkju til reið-
ar og var hún níðlöt, eins og reiðhestar mínir eru vanir að vera.
Fer svo fram um hríð, að ekkert ber til tíðinda. Þegar naumast
lifði þriðjungur nætur, tók mig að syfja, því leiðin var löng og
hesturinn latur. Jeg tók það ráð, að jeg hallaði mjer út af í laut-
arbolla, og sofnaði skjótt og vært; en nú víkur sögunni frá mjer
um hríð.
Skammt frá því, sem jeg hafði lagzt til hvíldar var tjald, og í
því fjórar stúlkur. Þær gengu til grasa nótt hverja, og höfðust
við í tjaldinu um daga. Þessa nótt fóru þær til grasa að vanda
og varð einni þeirra reikað þangað sem jeg lá. Hún sá þar hest,
ljósbleikan með söðli og mann mikinn; eigi var hann reyndar