Skírnir - 01.01.1984, Page 117
SKÍRNIR SÖGUR OG RITGERÐIR 113
hann bauð að lesa skyldi yfir Kerlingareldinum, svo mikið af
guðsorði að slíks væru engin dæmi. Skyldi lesa Pjeturspostillu
alla og Pjeturshugvekjur, einnig skyldi og lesa þrjá fjórðunga af
Sveinbjarnarhugvekjum og syngja þrjá daga andlega sálma með
nótnalögum Guðjónsens og margt fleira. Kom nú skipan þessi til
hlutaðeigandi sóknarprests að fullnægja henni. Prestur var held-
ur feitlaginn og seinn í snúningum og varð honum ekki svo fljótt
um að snúast við þessu enda var hann orðinn heldur dapureygð-
ur af reyknum. Samt sem áður var nú tekið til að þylja yfir eld-
inum, sem magnaðist óðum.
Nú varð atburður með undarlegu móti því þegar presturinn
var að lesa hin heilögu sannindi yfir eldinum óx hann liræði-
lega mikið og varð að tákni miklu, og er minnst varði opnaðist
á honum kjaptur furðulega stór, rauk nú svo mikið úr gjá þess-
ari að presturinn ásamt sínum söngvurum og djáknum varð frá
að hverfa, gaus nú kjaptur þessi eldi og eitri um Heiðmörk alla
og fylgdi því svo mikill fjandakraptur að nálega ataðist hver
maður leðju þessari. Var nú ráða leitað gegn þessu en það kom
fyrir ekki.
Gríður er kona nefnd fjölkunnug og forn í skapi, var sá eng-
inn er vissi gjörr en hún lög þau er hvarvetna giltu. Nú fór
kerling að grubla í lögbókum sínum (nefnilega) Tíkarjúra, Grá-
gás, Lögbók Jóns helga og Palladóma-króníku þá er Rússa heitir.
Var það eitt er henni var óljóst, hverri meðferð þeir kjaptar
skyldu sæta er spúa eitri á náungann. Þá varð sá atburður að
reykinn lagði yfir Gríðarslóð en það er hjerað mikið; fitnuðu
þeir þá svo mikið er þar bjuggu að þeir hlupu allir í spik.
Þá varð og það atvik er undrum sætti að kona sú er Gandríður
hjet og þar bjó varð þunguð af reyknum og ól hún afkvæmi
mörg en það voru Svartálfar, flæktust þeir víða um (Gríðarslóð)
og víðar um Heiðmörk og glöptu mörgum sjónir. Þorðu nú flest-
ir hvergi að fara er myrkva tók af ótta fyrir Svartálfum.
Handan við fjöllin þau er fyrir vestan Heiðmörk liggja bjó
rnunkur nokkur er Kjötvi hinn auðugi hjet, hann var fræðimað-
ur og kappa listi. Fór hann að lesa bækur sínar; las hann Völu-
spá, Jóhannesar opinberun, Grímsmál, Jeremías harmagrát, Tal-
múd Zend Avert og Krukksspá og Aldarskrá og af öllu þessu gat
8