Skírnir - 01.01.1984, Qupperneq 120
116 KRISTJÁN JÓNSSON SKÍRNIR
hetjuljóð, og breitt hinar skínandi fjaðrir sínar yfir ásjónu þína,
en þjer liefir ef til vill geðjazt betur að hananum, sem galaði
fyrir þig, með kampinn gylltan sem bókarkjöl.
Paradísarfugl! Þú sem yngist á öld hverri, þú sem lifnar í loga,
og deyrð í eldi, í sölum hinna auðugu er mynd þín gulli skreytt,
höfð til herbergisprýðis. Sjálfur hvarflar þú opt einsamall og
villtur vegar. Þú þekkist eigi nema af óljósu ævintýri um fuglinn
Phönix í Arabíu.
í unaðargarðinum í Paradís, þar sem þú lifnaðir í bikar hinn-
ar fegurstu rósar, í laufskugga skilningstrésins, þar faðmaði
drottinn þig, frumburður fegurðarinnar, og skírði þig þínu
rjetta nafni — Skáldskaparlist.
UM SÖNG í SKÓLANUM
Það ámæli hefir lengi legið á oss íslendingum, að vjer værum
litlir söngmenn og gæfurn oss lítið að hinum fögru íþróttum.
Schleiszner ber oss þann vitnisburð, að vjer sjeum alveg frá-
bitnir sönglist (Aldeles umusikalsk Folk), að þótt þetta kunni
að virðast ofsagt, þá verður því þó eigi neitað, að vjer erum
litlir söngmenn, og stöndum á baki nágranna vorra og frænda,
Dana og Svía í því efni eins og svo mörgu öðru, og sannast hjer
sem optar, að margur er sínum ólíkur, þótt skyldur sje, og svo
var og um Glám sáluga að hann var „úsöngvinn“, og var hann
þó ættaður úr Svíþjóð, þar sem nú eru mestir söngmenn á Norð-
urlöndum.
En nú verður að skoða oss eins og vjer erum, og bera oss sam-
an við sjálfa oss, það er að skilja, vjer verðum að skoða söng-
kunnáttu vora í skóla í samanburði við söngkunnáttu landa
vorra, sem ekki eru skólagengnir. Því hefir verið við brugðið,
að í skólanum væru, og úr honum kæmu beztu söngmennirnir,
og mun það satt vera. Það mun því mega fullyrða, að sjaldan
[þykir] skólinn ltafa verið þunnskipaðri að söngmönnum, en
nú, ekki fyrir það, að margir piltar hafi ekki allgóð hljóð, held-
ur sökum hins, að kunnáttuna skortir, og er illt til þess að vita;
það væri því óskandi, að piltar legðu sem mest stund á þessa