Skírnir - 01.01.1984, Qupperneq 121
SKÍRNIR SÖGUR OG RITGERÐIR 117
fögru mennt, svo að vjer þyrftum ekki að standa á baki for-
manna vorra í því efni.
En það er dálítið annað, sem jeg ætlaði mjer að vekja máls
á við þetta tækifæri, og sem ekki kemur sönglistinni sjálfri við,
heldur þjóðernistilfinningu vorri; það er hálfskrítið fyrir ókunn-
ugan mann að koma að, þar sem piltar eru að skemmta sjer
með söng, og heyra þá alla kyrja dönsk kvæði, sem, ef til vill,
hafa ekkert til síns ágætis, nema það, að þau eru dönsk. Samt
verða nú þessir dönsku svanasöngvar ekki alveg danskir í munni
piltakindanna og einn ber fram á hvern hátt, svo að þetta verð-
ur eins og jarmur á stekk. Þessi söngur er ekki ólíkur því, sem
maður gæti ímyndað sjer hefði orðið, hefðu allir Babels-byggj-
endur kyrjað upp eitthvað Kolbeinslag, eptir að guð var búinn
að breyta tungu þeirra. Það er nú að vísu satt, að piltar eru
ekki verri, en aðrir í þessu efni, því hjer í Reykjavík heyrist
varla rauluð íslenzk baga, og ekkert nema tóm danska. Varla er
svo nokkur griðkona, að þegar hún er búin að vera 2—S daga í
Reykjavík, að ekki fari hún að tyggja upp á dönsku og syngja
danskar vísur. Svona er þjóðernistilfinningin í höfuðstaðnum,
mikil eru ósköpin.
Jeg get ekki látið vera að minnast á eitt dæmi, sem lýsir sama
anda hjá mönnum, þótt eigi komi það söngnum við. Bókavörð-
ur Stiptsbókasafnsins hefir sagt mjer, að sjaldan sje Njála feng-
in til láns á safninu, en síðan það eignaðist þýðingu Dasents á
Njálu, þá hefir hún svo að segja aldrei haft frið; það segir
fólk sje falleg bók, en þó eru það ekki margir, sem skilja ensku
og örfáir skilja hana vel; allir þekltjum vjer orðtækið á presta-
skólanum: „Med Lov skal Land bygge“, o.s.frv. en jeg skal nú
ekki fara lengra frá efninu.
Vjer skólapiltar ættum að ganga á undan öðrum með góðu
eptirdæmi, hvað þetta snertir; það er sómi fyrir oss, að vera hjer
til fyrirmyndar í því, sem betur fer, en læging er oss, að apa það
eptir öðrum, sem miður fer. Það er raunar satt, að sum eru
þau lög, sem gott er að kunna, að þau eru ekki til við íslenzk
kvæði, og verður þá að tjalda því, sem til er, en aptur eru mörg
þau lög, sem eru við íslenzk kvæði ávallt sungin á dönsku, jafn-
vel þótt danska vísan opt sje leiðinlegri, en hin íslenzka.