Skírnir - 01.01.1984, Síða 122
SKÍRNIR
118 KRISTJÁN JÓNSSON
Það ættu því allir að gjöra sjer það að reglu, að syngja ávallt
íslenzkar vísur, þegar lögin við þær eru syngjandi, og nota því
aðeins dönskuna, að ekki sje annað til, því þó þetta kunni að
þykja smámunir einir, þá er engan veginn svo. Það er víst, að
hinar innilegustu og dýpstu tilfinningar hjartans lýsa sjer í söng,
og söngröddin vekur opt í brjósti manns leyndar og indælar til-
finningar og þau kvæði, sem menn syngja tíðast á æskuárunum,
verða þeim optast kærust á fullorðinsárunum, og binda hug og
hjarta manns við þann blett, sem hann hefir numið þau á, og
þá tungu, sem þau eru orkt á, svo þau verða:
Ættjarðarlög sem endurkalla
ástarminning um fjöllin heima.
SEGIÐ MJER HVORT SANNARA ER . . .
Já segið mjer, hvort er sannara, að danskan drepi íslenzkuna
í Reykjavík, eða íslenzkan hana? Forðum var sú tíð, að Reykja-
vík var dönsk, það er að segja, enginn þótti nýtur maður, nema
hann tyggði upp á púra dönsku; síðan breyttust tímarnir svo,
að öllu var snúið upp á hreina íslenzku, og ekkert danskt var
nýtt í neinu. Þetta gekk nú frá einu óhófinu til annars; en þessi
tími, þessi blessaður friður og stillingartími, hann hefir nú sætt
þessa sundurleitu flokka, svo að nú er danska og íslenzka búin
að ná jöfnum rjetti hjer í bæ, og menn eru svo frjálslyndir, að
vilja eigi amast við blessaðri dönskunni. Nei, það á allt að ganga
í sætt og samlyndi; en nú er mjer spurn: „Getur íslenzka nokk-
urn tíma samrýmzt dönsku?" Þessi spurning er eigi ósvipuð því
og jeg spyrði: „Gátu þeir Napóleon og Loðvík Filipp setið sam-
an sáttir á sama veldisstóli?"
Hingað er danskan komin eins og valdræningi (Usurpator),
og brýtur um sig í hjörtum og huga manna eins og lýsi, sem fell-
ur í hvítan dúk. Já, þungt er til þess að vita. Enginn er sá ætt-
leri, að hann eigi viti, að íslenzkan er hjer ættborin, og vilji [ekki]
styðja völd hennar; en sorglegt er það, að einmitt vjer skólapilt-
ar róum að því öllum árum, að danskan, þessi valdræningi,