Skírnir - 01.01.1984, Síða 123
SKÍRNIR SÖGUR OG RITGERÐIR 119
festist í tigninni; ekki einungis hjer í bæ og í skólalífinu, held-
ur og í hugsunum vorum og máli. Jeg er ekki að tala um smá-
skatta sem vjer gjöldum dönskunni, svo sem „Gudag“ og „Gu-
morgen“, því af því verður hún ekki feit. En í hitt er meira var-
ið, að þessi utanhafnamenntun, þessi lífsmenntun, sem vjer fá-
um hjer í Víkinni, hún er dönsk, hádönsk, vjer lærum að hugsa,
tala (raunar óbeinlínis), lifa og haga oss í lífinu upp á dönsku.
Þetta væri nú ekki að lasta, ef þessi danska menntun væri nokk-
urs virði, en nei, hún er verri en einskis virði.
Vjer ættum allir að þekkja einkenni hins íslenzka þjóðernis.
Vjer ættum að muna eptir Agli, þegar hann fór á fund Eiríks
blóðaxar, Gretti, þegar hann kom til ættjarðarinnar, og spurði
sekt sína m.m., Gunnari, þegar hann reið að Rangá og vóg Ot-
kel; já, Gunnari, þegar hann var veginn. Vjer munum eptir
Skarphjeðni á alþingi og banadægri. Og ætti oss þá að detta í
hug að líkja eptir dönskum, suðrænum, óíslenzktdegum apalát-
um. Ættum vjer að líkja eptir „Per“ og „Paul“, sem kunna að
veifa stokknum, og hneigja sig, og fyrirlíta alla aðra en sjálfa
sig — sitt eigið danska, já, hádanska „jeg“? Og vjer vitum, að
það varð Skarphjeðni til ævarandi frægðar, að hann ekki hneigði
sig eptir neinum suðrænum tepruskap fyrir Þorkeli hák.
Jeg er nú kominn of langt frá efninu; en það sem jeg eiginlega
vildi segja með þessum orðum, er það, að mjer sýnist vjer skóla-
piltar hneigjast of mikið að útlendum sið, og mjer finnst vjer
gefa of [lítinn] gaum að því innlenda og góða, sem vjer eigum
sjálfir og sem vjer gefum oss lítinn gaum að; að þessu vildi jeg
leiða athygli yðar, og svo bið jeg að forláta klórið.
A THUCASEMDIR
Sögurnar sem hér birtast eru að öllum líkindum samdar á skólaárum Krist-
jáns Jónssonar, 1863—1868. Tvær þeirra eru geymdar x handskrifuðu skóla-
blaði Lærða skólans, Fjölsvinni, árganginum 1867—1868 (Lbs. 3324, 4to),
þ.e. Ferðasaga og Draugasaga. I Fjölsvinni má einnig finna ritgerðirnar Um
söng i skólum og Segið mjer hvort sannara er . . ., að auki þýffingu á Fugl-
inum Phönix eftir H.C. Andersen. í blöðum Kvöldfélagsins (Lbs. 489, 4to)
er síðan að finna tvær frumsamdar sögur eftir skáldið, þ.e. Apturgönguna og
Camla sögu. Sú fyrrnefnda er byggð á sama efni og Draugasaga; munurinn
það lítill að ekki er ástæða til að birta báðar hér. Báðar virðast byggðar á