Skírnir - 01.01.1984, Page 133
SKÍRNIR
LOG OG LAGASETNING
129
ósamhljóða eins og ráða má af texta Grágásar. Er þá reglan sú
— ef skrár skilur — að liafa skuli það sem stendur á skrám bisk-
upa. Ef þær skilur skal sú hafa sitt mál er lengra segir þeim
orðum er máli skipta. Ef þter segja jafnlangt, en þó sitt hvor,
þá skal sú hafa sitt mál er í Skálholti er. En allt skal þó hafa er
finnst á Hafliðaskrá nema þokað sé síðan. Af annarra lögmanna
fyrirsögn skal eftir því einu farið sem mælir henni ekki í gegn,
eða kemur til viðbótar, eða glögglegar er greint en þar.
Elzta heimild um ritun laga er frásögn íslendingabókar af lög-
fundi veturinn 1117—18 og hljóðar hún svo:
Hið fyrsta sumar, er Bergþór sagði lög upp, var nýmæli það gjört, að lög
vor skyldi skrifa á bók að Hafliða Mássonar of veturinn eftir að sögu og
umráði þeirra Bergþórs og annarra spakra manna, þeirra er til þess voru
teknir. Skyldu þeir gjöra nýmæli þau öll í lögum, er þeim litist þau betri
en hin fornu lög. Skyldi þau segja upp hið næsta surnar eftir í lögréttu og
þau öll halda, er hinn meiri hlutur manna mælti þá eigi gegn, En það
varð að framfara, að þá var skrifaður Vígslóði og margt annað í lögum og
sagt upp í lögréttu af kennimönnum of sumarið eftir. En það líkaði öllum
vel, og rnælti því manngi í gegn.
Ef miðað er við almenna reynslu af bókfestingu laga fyrr og
síðar hafa ekki öll lög landsins verið skráð veturinn 1117—18.
Ritaður var Vígslóði „og margt annað í lögum“, segir Ari fróði
og benda þau orð til hins sama. Þetta er einnig í samræmi við
ákvæði Grágásar sem gera ráð fyrir gildandi lögum samkvæmt
annarra lögmanna fyrirsögn.
Víst má telja að lög hafi verið skráð á fslandi bæði fyrir og
eftir 1117. Sáttmálinn við Noregskonung um rétt íslendinga í
Noregi og rétt konungs og þegna hans á íslandi er sennilega
færður í letur um 1082 og tíundarlög um leið og þau voru sett
1096—97. Um upphaf ritaldar er annars allt óljóst, en ætla má
að menn hafi mjög snemma tekið að rita minnisgreinar um lög,
jafnvel skrár, og hugsanlega notað rúnir í því skyni eins og áður
var imprað á. Ákvæðið um hvað hafa skuli af annarra lögmanna
fyrirsögn hlýtur meðal annars að eiga við slíkar minnisgreinar.8
En lög hafa einnig varðveitzt án þess að skráð væru og ráðið
venjubundinni háttsemi. Orðið fyrirsögn vísar sérstaklega til
munnlegrar geymdar og hefur ef til vill í upphafi tekið til
óskráðra laga þótt það síðar tæki aðallega að eiga við lagaskrár.
9