Skírnir - 01.01.1984, Síða 157
SKÍRNIR
LOG OG LAGASETNING
153
sögulegar undirstöður laganna (þýð.: Sigurður Gizurarson). Tímarit lög-
fræðinga 14 (1964), 11.
6 Kern: Recht, 41 o.áfr.; Ebel: Geschichte, 18 o.áfr. — Hugmyndir manna
á miðöldum um lög og rétt hafa oft verið til umfjöllunar hjá fræðimönn-
um. Benda má sérstaklega á R.W. and A.J. Carlyle: A History of Medicc-
val Political Theory in the West I—VI, Edinb. and London 1928—50, sjá
einkum flettiorðin law og legislation í atriðisorðaskrá; George Sabine: A
History of Political Theory, 3rd ed., London 1957, 178 o.áfr. — F.A.
Hayek: Law, Legislation and Liberty I, London 1977, 72 o.áfr. í öllum
þessum ritum eru tilvitnanir í önnur rit. Sjá ennfremur Alexander Pass-
erin d’Entréves: The Notion of the State, Oxford 1967, 82 o.áfr.
I Sjá G. Barraclough: Law and Legislation in Medieval England. Law
Quarterly Rewiew 56 (1940), 75 o.áfr. — Dieter Vyduckel: Princeps legi-
bus solutus, Berlín 1979, 35 o.áfr.
8 Islendingabók 10. kap.; Jón Jóhannesson: íslendinga saga I, 134 o.áfr. Um
tíundarlögin, sjá Ólafur Lárusson: Grdgás. Lög og saga, Rv. 1958, 122.
Jón Jóhannesson telur á hinn bóginn vafasamt að tfundarlögin hafi
verið skráð þegar í upphafi, sjá íslendinga sögu I, 109. — Hér ber að
hafa það í huga að tíundarlögin voru alllangur bálkur nýmæla er mörg
hver fólu í sér gagngera breytingu frá eldri lögum og riðu að ýmsu leyti
í bága við forna lagahefð þótt þau yrðu veraldarhöfðingjum til fram-
dráttar engu síður en kirkjunni. Brýna nauðsyn bar til þess að tryggja
sönnun fyrir efni þeirra. Þegar þetta er haft f huga og svo það að kirkj-
an hafði ritlistina í þjónustu sinni verður að telja líklegt að lögin hafi
verið skráð um leið og þau voru sett. — Sjá einnig Einar Arnórsson:
Notkun runaleturs á Islandi frá landnámsöld og fram á 12. öld. Saga,
tímarit Sögufélags I (1949—53), 347, einkum 370 o.áfr. Hann telur lík-
legt að rúnir hafi snemma verið notaðar til að rita lagaákvæði. Jón
Steffensen er sömu skoðunar. Telur hann að Úlfljótslög hafi verið skrif-
uð með rúnum, sjá ritgerðina Upphaf ritaldar á íslandi í Arbók Hins ís-
lenzka fornleifafélags 1979, 74—83, eink. 78—81. Veraldarhöfðingjar hafa
án efa kunnað að skrifa rúnir þótt þeir kynnu ekki latínuletur. Engin
rúnahandrit eru þó til frá Norðurlöndum nema örfá dönsk, hin elztu
frá þvf um 1300, og ekki eru til heimildir um slík handrit frá fyrri tíma
svo að öruggt sé, sbr. Peter Skautrup: Runeh&ndskrifter. Kulturhistorisk
leksikon for nordisk middelalder XIV, 460. Á hinn bóginn er vitað að
rúnir voru notaðar til að skrifa stuttar orðsendingar og aðra áþekka texta
og hafði svo verið frá fornu fari, sbr. Aslak I.ies’öl: Runebrev. Sama rit
XIV, 459. Alkunnar eru og rúnaristur á steina, tré og önnur áþekk efni.
Af þcssu sýnist mega álykta að ekki sé líklegt að heilir lagabálkar hafi
verið skrifaðir með rúnum hér á landi, en hins vegar sennilegt að stutt-
ar minnisgreinar hafi verið letraðar.
9 Peter G. Foote: Some lines in lögréttuþáttur. Sjötíu ritgerðir helgaðar