Skírnir - 01.01.1984, Síða 160
156
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
(nævninger) í upphafi en meirihlutaregla lögfest síðar, sjá J. Steen-
strup: Flertal og mindretal. Dansk Historisk Tidsskrift 10 R II, 450
o.áfr. Elzta áreiðanlega dæmi um hana lýtur einmitt að kviðnum, sbr.
Józku lög II, 7, sjá einnig Ditlev Tamm og Jens Ulf Jörgensen: Dansk
retshistorie i hovedpunkter II, Kbh. 1975, 139 og Danmarks gamle love
III, Kbh. 1948, ved Erik Kroman og Stig Juul, Retshistorisk Indledning,
XVIII. Á héraðsþingum i Danmörku var einróma samþykki nauðsynlegt
til gildrar ákvörðunar, sjá Poul Johs. Jörgensen: Dansk Retshistorie,
Kbh. 1947, 250. Ef það náðist ekki mátti skjóta máli til landsþings en
ekki er ljóst hvaða regla gilti þar.
I Noregi var málum skipað svo að ekkert varð útkljáð á fjórðungs-
þingi — sem var lægsta dómstigið — nema allir þingmenn væru á einu
máli. Þaðan gat mál gengið til fylkisþings. Ef ekki tókst að fella skoð-
anir saman og minni hluti nam fjórðungi þingmanna mátti skjóta máli
til lögþings, sbr. Gulaþingslög eldri 35, sjá Knut Robberstad: Retter-
gang. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XIV, 136. Menn
greinir hins vegar á um hvernig ákvarðanir hafi verið teknar á lögþing-
um. í grundvallaratriðunum eru menn þó sammála um að einróma sam-
þykki hafi verið áskilið. Rudolf Keyser taldi að meiri hluti hefði ráðið
úrslitum en ákvörðun hefði verð birt sem dómur allrar lögréttu, sjá
Norges Stats- og Retseforfatning i Middelalderen, Chria 1867, 245; T.H.
Ascehoug taldi á hinn bóginn að formleg atkvæðagreiðsla hefði ekki
farið fram, en þeir sem hefðu verið í minni hluta líklega yfirgefið þing-
ið. — Hann taldi að elzta dæmi um meirihlutareglu í Noregi sé í fvrir-
mælum um konungskjör sem sett voru í ríkisþingi 1164. Þau eru f 2.
kap. Gulaþingslaga eldri (Norges gamle love 1,3) sjá Statsforfatningen i
Norge og Danmark indtil 1814, Chria 1866, 64—67.
Innan kirkjuréttarins ryður meirihlutaregla sér til rúms á 11. og 12.
öld þegar kjör embættismanna, ábóta, biskupa og páfa er lagt til lok-
aðra samfélaga: klausturbræðra (conventus), kórsbræðra og kardínála-
samkundu. Árið 1179 voru þau lög sett að páfi skyldi kjörinn með ys
hlutum atkvæða, sjá Mehrheitsprinzip í Handwörterbuch zur deutschen
Rechtsgeschichte II. Fyrir áhrif frá honum ruddist meirihlutaregla til
rúms innan veraldlegra stjórnarstofnana.
21 Grágás Ia, 75 o.áfr., 101.
22 Grágás Ib, 86; II, 459.
23 Grágás II, 493.
24 Grágás Ib, 176.
25 Grágás Ia, 83.
26 Grágás Ia, 64, 67 (kviður), 57 (vætti).
27 Grágás II, 259-60.
28 Grágás Ia, 208-09.
29 Sjá t.d. Grágás Ia, 57, 60, 62, 138, 210; Ib, 37 , 40; II, 169.
30 Lesendum skal bent á að bera saman frásögn Ara fróða í 7. kapítula ís-