Skírnir - 01.01.1984, Page 173
SKÍRNIR
HVAÐ F.R RÉTTLÆTI?
169
armunur sem hann gerir á verðleikum eða manngildi annars
vegar (merit sem hann kallar) og verðmœti eða gildi (value)
hins vegar. Um manngildi manns — eða siðferðisgildi
verka hans eins og Hayek kallar það líka — skiptir mestu að
það ræðst af hvötum hans til verka en ekki af lrinu hvað hon-
um verður ágengt. Maður sem leggur sig fram af góðum vilja, þó
svo honum mistakist allt sem hann vildi, er betri maður en ann-
ar sem lætur stjórnast af verstu hvötum en vinnur samt þau verk
sem hinn vildi vinna. Verðmæti unninna verka ræðst á hinn
bóginn af því hver verkin eru, og hinu hvers virði þau eru fyrir
sjálfan mann og aðra menn. Þá skiptir engu hverjar hvatirnar
voru til verka. Þótt heppnin ein hafi ráðið úrslitum, eða þá öf-
und og illgirni, er verkið verðlagt alveg óháð þessum eða öðr-
um tildrögum til þess.
„Nú er vandinn sá,“ segir Hayek, „hvort æskilegt sé að fólk
njóti umbunar í réttu hlutfalli við þann velfarnað náungans
sem hlýzt af störfum þess, eða hvort lífsgæði eigi að skiptast
meðal manna eftir því hvað öðrum virðist um verðleika hvers
og eins.“13 Og hefst nú langur lestur hans um tormerkin á því
að umbuna mönnum eftir manngildi þeirra. Manngildi verður
því aðeins metið að það sé grundvallað á vitneskju um alla þá
vitneskju er sá sem til álita kemur ræður yfir þegar hann vinn-
ur verk sín, þar með talinni vitneskju um getu hans og sjálfs-
traust. Við þurfum líka að vita hver hugur hans er og geðsmun-
ir, athyglisgáfa, atorka og þrautseigja. Án alls þessa verður eng-
inn dómur felldur. Er nú ekki að orðlengja það að Hayek telur
hvers konar mat verðleika eða manngildis, og þar með laun til
manna eftir slíku mati, vera illframkvæmanlegt eða jafnvel
óframkvæmanlegt. Við eigum ekki annarra kosta völ en að meta
menn eftir verkum þeirra, eða öllu heldur eftir því hvort verk
þeirra eru öðrum mönnum til góðs eða ekki. Þessa hugsun
Elayeks má kannski brýna fyrir sér með því að hugleiða dæmi
þess sem flestir skynugir menn mundu telja vera óframkvæman-
legt mannkostamat. Enginn maður getur sagt það um nánasta
vin sinn og vinkonu, hvernig lijúskapur þeirra tveggja mundi
gefast. Af þessum sökum léti naumast nokkur maður hvarfla að
sér í alvöru að ef til vill bæri að fela yfirvöldum eða ráðgjafar-