Skírnir - 01.01.1984, Page 180
176
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
V
Alrœðisbálkur
Á 20stu öld, allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri, hafa
frjálslyndir menn og frelsisunnandi átt sér sameiginlegt haturs-
efni í hinum voldugu alræðisríkjum aldarinnar þar sem frum-
stæðustu mannréttindi voru og eru fótum troðin og fólk jafn-
vel tekið af lífi án dóms og laga miljónum saman. Við höfum
að líkindum lifað hina verstu vargöld í gervallri sögu mannkyns-
ins, þótt kannski megi geta þess til að vargar fyrri alda — Neró,
Atli, Gengis Kan — mundu hafa farið eins að og okkar menn
hefðu þeir bara haft tækin til þess, vopn og ofna. En það eru
ekki glæpaverkin ein sem gengið hafa fram af frelsisvinum —
enda liefur kannski stundum verið mjótt á mununum milli al-
ræðisríkja og lýðfrjálsra ríkja um voðaverk — heldur líka þær
hugmyndir sem verjendur alræðisríkjanna hafa haft uppi þegar
tóm hefur gefizt fyrir glæpunum, og viðbúnaði við öðrum verri,
til að rökræða alræðið. Áhrifamestar þessara alræðishugmynda,
svo af ber, hafa verið þær sem rekja ber til Leníns öðrum mönn-
um fremur, þó svo að Lenín hafi enga þeirra hugsað upp sjálf-
ur heldur étið þær upp eftir öðrum, sumar hugsunarlaust. Stofn-
inn í alræðishyggju Leníns má greina í þrjá þætti.
Hinn fyrsti þessara þátta er visindatrú. Til marks um hana
má til dæmis hafa svofelld orð Brynjólfs Bjarnasonar í bók hans
Lögmál og frelsi:
Sósíalismanum kynntist ég ungur. En með marxismanum fékk ég vísinda-
lega sönnun fyrir þvi, að hann var engir draumórar og eigi aðeins fram-
kvæmanlegur, heldur þjóðfélagsleg nauðsyn, sem gat þó aðeins orðið að
veruleika, að rnenn berðust fyrir honum, að miljónir manna legðu sig allar
fram til að hrinda honum í framkvæmd og helguðu honum allt sitt líf.23
Annar þátturinn er söguleg efnishyggja sem svo er nefnd.
Um hana skulum við gefa hinum rétta höfundi orðið. Karl
Marx skrifar í formála að Drögum að gagnrýni á þjóðhagfrœði:
í framleiðslustörfum sínum í þjóðfélaginu gangast menn undir ákveðnar og
óhjákvæmilegar afstæður óháðar vilja sínum, framleiðsluafstæður samsvar-
andi því þrepi þróunar, sem framleiðsluöfiin standa á. Þessar framleiðslu-