Skírnir - 01.01.1984, Page 187
SKÍRNIR
HVAÐ ER RÉTTLÆTI?
183
sig eignaréttinn, heldur kveður réttlætiskenning hans — eða
öllu heldur hugmynd hans um réttlæti — á um tilkall manna
til gæða, halda eða hafna. Að vísu skýrir hann hvergi þessa orða-
notkun, svo að óhjákvæmilegt er að skilja orð hans að þeirra al-
gengustu hljóðan. Þá blasir við að tilkall okkar til eigin gæða,
halda eða hafna styðst ekki nærri alltaf við eignarétt. Þó svo
við íslendingar komumst svo að orði að maður og kona eign-
ist hvort annað við hjúskap, og segjum líka að foreldrar eigi
börn sín, þá vitum við mætavel að makar fólks og börn eru eng-
ar eignir þess, fastar eða lausar. Samt eiga hjón margvíslegt til-
kall hvort til annars og barna sinna, og börn til foreldra sinna.
Né heldur er starf manns eign hans. Hið sama hygg ég að beri
að segja um líkama manns og líf, þótt Nozick sé hér á öðru máli
því hann telur hvern mann frjálsan að því að selja sjálfan sig
mansali. Það er raunar algeng skoðun frjálslyndra manna á
okkar dögum að menn — eða að minnsta kosti konur — eigi
líkama sinn, og þessari skoðun er oft beitt sem höfuðröksemd
fyrir frjálsum fóstureyðingum. En þetta skulum við láta liggja
milli hluta. Nóg er samt.
Hyggjum næst að þeirri meginhugmynd Nozicks, uppistöð-
unni í ólandssögu hans og útleggingunni á henni, að það sé
frelsisskerðing að skipta sér af frjálsum skiptum einstaklinga á
hverjum þeim gæðum sem þeir eiga tilkall til. Eftir þessu eru
það mannréttindabrot að mönnum skuli vera meinað að skipt-
ast til dæmis á blíðu maka sinna eða þá á störfum sínum, hvort
heldur þeir gefa hverjir öðrum slíkar gjafir eða verðleggja þessi
höld sín og reyna að koma þeim út á frjálsum markaði. Og
hér er bersýnilega eitthvað að. En hvað? Hvers vegna er það ekki
ófrelsi mitt til dæmis að ég get ekki selt starf mitt við Háskóla
íslands eða ráðstafað því með erfðaskrá?
Svarið við þessari spurningu er ofureinfalt. Frelsi er réttur til
verka og ófrelsi réttarbrot. Það er til að mynda frelsisskerðing
að meina fólki að verzla með eigur sínar eða gefa þær, vegna
þess að eignaréttur felur meðal annars í sér slíkan ráðstöfunar-
rétt. En ef tilkall manna — svo sem til blíðu maka sinna eða tii
starfa sinna — felur ekkert í sér um ráðstöfunarrétt, þá er ekkert
frelsi skert þótt mönnum sé bannað, eins og reyndin er að ís-