Skírnir - 01.01.1984, Page 194
190
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
eitthvað annað en eignaréttur: ég lief látið nægja að vísa til
almannadóms og stjórnarskrárákvæða um þetta efni, hvorugt
tiltakanlega ábyggilegt ef út í það er farið. Það skyldi nú ekki
vera rétt hjá Nozick að það sé enginn munur á eignarétti og
mannréttindum? Að þetta tvennt sé í rauninni eitt? Ég sný mér
aftur að þessu efni í næsta kafla þessarar ritgerðar, og að mann-
réttindum yfirleitt.
Máttarviðurinn hinn varðar réttlætið fremur en frelsið. Sá
kom við sögu í svip hér að framan þar sem rýnt var í brestina á
frjálshyggju Hayeks. Hann er í fæstum orðum sú hugmynd eða
kenning að réttlceti ráðist af verðleikum. Ég hygg það sé þessi
hugmynd, og hún ein, sem gerir tilkallskenninguna trúverðuga,
því trúverðug er hún og meira að segja þegar við fyrstu sýn.
Ástæðan til þessa er sú að við teljum tilkall manna til hvers kon-
ar gæða yfirleitt ráðast af verðleikum. Maður sem unnið hefur
hörðum höndum, ísveitasínsandlits, virðisteiga tilkall til ávaxta
af erfiði sínu, og það fyrst og fremst vegna þess að hann hefur
unnið til þeirra með erfiðinu. Eða minnumst dóms Salómons
konungs yfir tveimur portkonum sem sögðust báðar eiga eitt og
sama barnið. Guðleg speki konungs er hann kvað upp dóminn
birtist í því, segir sagan, að hann fann óbrotna leið til að leiða í
Ijós verðleika þessara tveggja kvenna. í ljós kom að önnur elsk-
aði barnið en hinni stóð á sama um það. Og konungur lét rétt-
inn eða tilkallið ráðast af móðurástinni sem er kannski mest
allra mannlegra verðleika.45
En nú er Nozick — eins og Hayek — mjög í mun að hliðra
sér hjá hugmyndinni um verðleika. Hér þarf ekki að geta sér til
um hvatirnar: Nozick trúir því, og játar af barnslegri einlægni,
að markaðsþjóðfélag sé réttlátt þjóðfélag, ef það bara fær að
vera í friði fyrir háríkissinnum.46 Þar með hefur hann augljós-
lega ástæðu til að vísa á bug öllum verðleikahugmyndum (eða
verðleikakenningum) um réttlæti. Því það er öldungis víst, og
Nozick gengur líka að því vísu, að í markaðsþjóðfélagi uppskera
menn ekki eftir erfiði sínu, og ekki heldur eftir neinum öðrum
verðleikum sínum til munns eða handa. Frá því var sagt hér að
framan að einn helzti tilgangur Nozicks með kenningu sinni
væri að rökstyðja eindregna lágríkisstefnu án þess að reisa neina