Skírnir - 01.01.1984, Page 199
SKÍRNIR
HVAÐ ER RÉTTLÆTI?
195
fornra höfunda. Cíceró segir: „Sá sálarkraftur er ljær hverjum
sitt, af örlæti og jöfnuði, . . . heitir réttlæti."52 Úr þessum stað
er kominn formálinn suurn cuique, hverjum sitt sem síðan hef-
ur loðað við réttlætishugtakið á Vesturlöndum. Og hvað er það
sem maður getur talið suum eða sitt ef það er ekki eign hans?
Nei, eign hans er það, og það sem meira er: sá eignaréttur sem
hér er um að ræða virðist upprunalegri en eiginlegt réttlæti.
í Ágripi gegn heiðingjum farast heilögum Tómasi orð á þá leið
að sé réttlætisverk það að gjalda hverjum sitt, þá velti verk rétt-
lætisins á öðru verki og upphaflegra sem gerir mitt að mínu og
þitt að þínu. Eða með öðrum orðum: fyrst verður tilkallið til,
síðan réttlætið sem framfylgir því.53 Og stendur nú ekki Nozick
álengdar með pálmann í höndunum?
Hyggjum fyrst að mannréttindunum, síðan að eignaréttinum.
Hugmyndin um mannréttindi er til okkar komin úr Grikk-
landi hinu forna eins og vant er, nánar tiltekið frá Stóumönn-
um sem fyrst mynduðu skóla sinn í Aþenu á ofanverðri 4ðu öld
fyrir okkar tímatal; þeir voru kenndir við litfögur súlnagöng á
torginu í Aþenu — þau hétu Stóa — þar sem hinir elztu þeirra
kenndu. Kenning Stóumanna fjallaði fyrst um alheiminn, eins
og aðrar grískar kenningar, og samkvæmt henni laut hann guð-
legri forsjón í mynd ófrávíkjanlegs lögmáls sem væri náttúrleg
nauðsyn. Þeir sögðu hann gæddan eldlegum anda sem stýrði rás
viðburðanna. Mannssálin væri eins og neisti, eða kannski eins
og blossi, í þessum heilaga eldi: því ætti hvert mannsbarn
sömu hlutdeild í Ijóslogandi skynsemi guðdómsins, og væiá hvert
öðru jafnt í þeirri hlutdeild og ætti þar með öll liin að bræðr-
um og systrum í brennandi andanum.
í þessari heimsfræði fólst svo siðspeki Stóumanna: sú að lif-
að skyldi eftir lögmáli náttúrunnar. Það kvað á um jöfnuð
og bræðralag, og þar af leiddi meðal annars ofsafengnar árásir
Zenóns, sem stofnaði Stóuskólann, á þrælahald sem annars var
viðtekið í fornöld eins og menn vita.54 Þessari sannfæringu
fylgdi svo önnur um heimsborgina — kosmopolis sem þeir
nefndu svo — sem væri hið rétta ríki mannsins. Heimsborginni
lýsir Cíceró sem hér segir: