Skírnir - 01.01.1984, Page 200
196
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
Kenning þeirra er að alheiminum stýri guðlegur vilji; hann sé borg eða ríki
sem telur bæði rnenn og guði til þegna sinna. Sérhvert okkar er brot af
þessum alheimi, og af því leiðir eðlinu samkvæmt að hverju okkar ber að
taka sameiginlega hagsmuni fram yfir eiginhagsmuni. Því rétt eins og lögin
setja almenningsheill ofar einstaklingsheill, þannig fer góðum, vitrum og
löghlýðnum manni, sem veit hver skylda sín er við ríkið, að hann ástundar
velferð almennings en ekki sína eigin né nokkurs annars einstaklings.55
í öðru riti Cícerós, Um lögin, stendur þetta:
Af öllu þvf sem heimspekingar rökræða er naumast neitt sem verðara er að
skilja greinilega en það að við erum borin til réttlætis, og rétturinn rís af
náttúrunni en ekki af trú manna. Þetta blasir við er menn átta sig á sam-
félagi og bræðralagi allra manna.56
Síðan útlistar hann bræðralagið mörgum fögrum orðum.
Frá þessum heiðingjum þáði kristindómurinn sumar máttug-
ustu og beztu hugmyndir sínar; það sér hver hálfkristinn íslend-
ingur í hendi sér þegar hann les þó ekki sé nema þessar tvær
klausur Cícerós. Páll postuli lagði vitaskuld sitt af mörkum til
sögu þessara hugmynda, einkum það að hann klæddi þær í
kristilegan búning með því að tengja þær lífi og starfi Krists
eftir megni. Svo predikaði hann þær um rómverska keisaradæm-
ið þvert og endilangt. Þá hefur ugglaust munað um það líka að
Páll var ekki skólakennari eins og Stóuspekingar, heldur var
hann mannkynsfræðari: „Ég er í skuld við Grikki og útlend-
inga,“ sagði hann, „vitra og fávísa."57 Og eins og erindi Krists
gat orðið að grískri speki, þá gat hinn eini og almáttugi guð
Gyðinga runnið saman við eldinn mikla sem fyrst var útmálað-
ur í súlnagöngunum litfögru í Aþenu. Það gerði hann líka.
Hér höfum við fyrir okkur mannréttindakenningu, ltenningu
um náttúrlegan rétt hvers mannsbarns sem enginn getur af því
tekið. Um þessa kenningu liggur eitt í augum uppi: hún veltur
öll á frumspekinni sem að baki býr. Án hins eldlega anda, hinn-
ar brennandi skynsemi, væri engum náttúrlegum rétti til að
dreifa, og án hans væri ekki heldur nein heimsborg til sem hefði
stjórn á okkur og tryggði okkur slíkan rétt. Nú ríður mest á
hinni barnslegu einlægni: trúum við á þennan eld, þessa skyn-
semi? Ekki trúi ég, og ekki Nozick heldur. Guðmundur Böðv-