Skírnir - 01.01.1984, Page 202
198
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
skapaður úr engu og þar með ekki neinu sem annar átti. (Hér
kemur til sögunnar í fyrsta sinn svonefnd vinnuvirðiskenning
sem átti eftir að valda miklu umstangi i sögu hagfræðinnar á
19du öld.61) Þessa miklu eign gefur Guð svo manninum af ómæl-
anlegri gæzku sinni; og auðvitað ekki neinum ákveðnum mönn-
um, heldur öllum mönnum í senn og sameiginlega því að við
erum öll eins fyrir Guði. Náttúruréttur Lockes er síðan sú skip-
an almættisins sem einstaklingar skyldu hlíta ef þeir vildu eigna
sér hluta úr sameigninni, og þá var helzti skilmálinn sá að menn
yrðu að láta jafnmikið og jafngott eftir handa öllum öðrum. í
fæstum orðum er Locke í þessu efni á sama máli og allir kenni-
feður kristninnar fyrr og síðar, þar til Leó XlIIdi fór að blanda
sér í málið fyrir tæpri öld. En þess ber að geta að Jóhannes páfi
XXIIIðji tók að hallast aftur á sveif með kirkjufeðrum um
eignaréttinn, þótt hægt færi sem endranær í Rómaborg.62
Án einhverrar frumspeki, um brennandi skynsemi eða gjöful-
an Guð, verður enginn náttúruréttur annað en málmur og
bjalla. Hér er kominn, að ég hygg, höfuðbresturinn í stjórn-
speki Nozicks og kannski raunar í flestri trú á svokölluð mann-
réttindi á okkar dögum: náttúrleg réttindi sem menn hafi til
að bera sem slíkir, án tillits til verðleika, hvort heldur lietjur og
helgir menn eða illmenni og úrþvætti.
Hitt er annað mál að það er ekki nýtt að menn lifi í sjálfs-
blekkingu um önnur eins efni og náttúrleg mannréttindi. Ef til
vill finnst einhverjum fróðlegt í þessu tilliti að hugleiða réttar-
hugmyndir forfeðra okkar hér á Norðurlöndum. Sigurður Lín-
dal lýsir þeim svo í frægri ritgerð um sendiför Úlfljóts:
í augum germanskra þjóða var rétturinn sameiginleg arfleifð landsfólksins
svipuð og trú þess eða tunga. Hann var ekki talinn verk neins tiltekins ein-
staklings, heldur álitið, að hann væri nánast einn þáttur í lífsviðhorfi allra
þeirra, sem til þjóðfélagsins töldust, og byggi í vitund hvers einstaklings.
Venjubundin háttsemi manna bar honum framar öðru vitni, og því var
hann kallaður venjuréttur . . .
Rétturinn endurnýjast yfirleitt ekki með þeim hætti, að menn teldu sig
setja nýjar lagareglur f stað eldri, heldur miklu fremur þannig, að menn
álitu sig leiða í ljós þær réttarreglur, sem þegar væru til frá fomu fari. Þeg-
ar gildandi reglur gáfust illa og nauðsyn þótti að víkja frá þeim, var sjaldn-