Skírnir - 01.01.1984, Page 235
SKÍRNIR ÞÝÐING HALLDORU B. BJORNSSON 231
3.2 Notkun hliðstœðra orða
Um yfirborðsþýðingu aðra en samyrði er mikið í þýðingunni.
Þegar samyrði verður ekki við komið notar Halldóra gjarnan
óskylt orð sem svipar til fornenska orðsins. Hldford (konungur,
húsbóndi) kemur fyrir 9 sinnum í kvæðinu; orðið er myndað af
hláf (hleifur) og weard (vörður) og verður að lord í nútíma-
ensku. „Lávarður" mun vera tökuorð frá 12. öld.16 Samyrðið
„hleifvörður" hefur Halldóru greinilega þótt of fornfálegt, en
„lávarður" óhæft, e.t.v. vegna merkingar þess í nútímamáli. Þeg-
ar orðið kemur fyrst fyrir í 267. línu hafði Halldóra „hleifvörð"
í vélritun, en breytti með eigin hendi í „hlévörð"; í spássíunni
er skrifað „fer vel“ með hendi Stefáns Einarssonar. Nýja orðið
notar hún svo átta sinnum sem þýðingu fyrir hláfweard, en einu
sinni hefur hún „herra“.
Mjög víða, þegar samyrði er ekki fyrir hendi, eða þegar hún
hafnar samyrði vegna stíls eða merkingar, grípur Halldóra á
þennan hátt til keimlíks íslensks orðs sem ber gjarnan stuðul
frumorðsins. Slíkar þýðingar verða kallaðar hliðstœður í þess-
ari grein. Dæmi: ellorgœst (annarlegur draugur, sagt um Grendil,
1617) = „illyrmi"; dreímecgfls (orustumenn, 481) = „örvameiðar";
scaþan (þeir sem skaða, hermenn, 1895) = „skatnar“; brenting-
as (skip, 2807) = „byrðingar". Stundum hafnar Halldóra hugs-
anlegu samyrði og notar hliðstætt orð í staðinn: samyrðið „höð-
sjúkum” hefði getað komið fyrir heaðosiocum (2754), en í stað-
inn notar hún hliðstæðuna „helsærðum". Sceþðan er oftast þýtt
með samyrðinu „skaða“ í kvæðinu, en í 1033. línu notar Hall-
dóra í staðinn hliðstæðuna „skerða“. Efnan tierður „efna“ í 2535.
línu en „efla“ í 1041. línu. Searoníðas (ofbeldi vopna) verður
„skálmnauð" í 1200. línu og „sverðagný" í 3067. línu, en sam-
yrðið „sörvaníð“ er af skiljanlegum ástæðum ekki notað, enda
þótt „sörvi“ komi fyrir annars staðar sem þýðing á searo, sbr.
daami (10).
3.3. Eftirlíking
í lýsingu á viðureign Bjólfs og móður Grendils í helli undir
nykurtjörn er sagt frá fangbrögðum Bjólfs:
(lla)
Gefeng þá be eaxle — nalas for fæhðe mearn (1537)