Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 240
236
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
(29) helm Scyldinga (passim)
Orðrétt: „hjálmur Skjöldunga", þ.e. konungur Dana
= hilmir Skjöldunga
4
1 upphafi nefndi ég átök milli forms og efnis í þýðingarferl-
inu. Samyrð þýðing er samkvæmt skilgreiningu orðrétt en ekki
nauðsynlega merkingarlega rétt; þýðandi hefur afsalað sér allri
stjórn á þýðingarferlinu, hann verður skrásetjari fremur en þýð-
andi. Hliðstæð þýðing er einnig orðrétt samkvæmt skilgrein-
ingu, en líklegri til að vera merkingarlega rétt þar sem þýðandi
hefur aftur tekið við stjórn að vissu leyti. Oft velur Halldóra
hliðstæða þýðingu í stað samyrðis einmitt til þess að nálgast bet-
ur merkingu frumtextans. (3.2).
Eftirlíking er hinsvegar sjaldan orðrétt, og þýðandi hefur
mun betri stjórn á þýðingarferlinu: hún er þannig frjóasta mynd
yfirborðsþýðingar, og leiðir þýðandann oft út á ótroðna stigu.
Athugum næsta dæmi:
(30) Duguð ellor sceóc (2254)
= Dáð öll skekin
Duguð merkir hirðmenn, húskarlar, comitatus; ellor er atviks-
orð: annars staðar, á annan stað, á braut (ísl. ,,ella(r)“), og merk-
ir hér „í annan heim“; sceóc er þátíð (hér með þáliðna merk-
ingu) sagnarinnar sceacan, sem merkir hér að hverfa, fara á
braut, e.t.v. með sviplegum hætti; samyrðið er skaka, skók. Setn-
ingin merkir því: Hirðmennirnir höfðu yfirgefið staðinn, orðið
dauðanum að bráð. Skáldið er að lýsa söknuði manns sem stend-
ur einn eftir og minnist herra síns; nú er höfðinginn fallinn og
menn hans sundraðir eða dauðir. Þýðing Halldóru er stórt skref
frá bókstafsmerkingu frumtextans, og vera má að ýmsum sýnist
hún hafa rasað um ráð fram, skeytt lítt um merkingu frumtext-
ans, jafnvel hreinlega misskilið. En slíkt tel ég alrangt. Bók-
stafsmerking frumtextans, sú „orðrétta þýðing“ sem Guðberg-
ur harmar, er henni ekki keppikefli; hún er heilluð af tóni
og undiröldu málsins, enda er andi frumtextans hér lifandi kom-
inn, eyðilegging og söknuður; hin torræða sögn sceacan, með
sínum myrka undirtóni, nýtur sín hér til fulls.