Skírnir - 01.01.1984, Page 245
SKÍRNIR ÞÝÐING HALLDORU B. BJORNSSON 241
„hild-play“ saman við fyrnd samyrði hjá Halldóru, sbr. dæmi
(9), sést að þó að tæknin sé sú sama hjá báðum, eru áhrifin önn-
ur. Hjá Morris verða stílrof, hann reynir að endurskapa málfar
sem móðurmál hans ræður ekki lengur við. En um mál Halldóru
gildir annað. Nútímaíslenska er ólíkt betur í stakk búin til að
taka við áhrifum frá fornensku en aldamótaenska.
Forsendurnar eru því einnig ólíkar. Morris er skáld og fræði-
maður, vill miðla eigin upplifun sökum gildis hennar einnar.
Ekki er að efa að skáldið Halldóra meti eigin upplifun jafnmik-
ils, en hjá henni koma einnig aðrir þættir til sögunnar.
Hér verðum við að rifja upp orð Guðbergs um orðréttar þýð-
ingar: þær eru „bókmenntalega séð rangar.“ Sem sagt við venju-
legar aðstæður er ekki unnt að þýða bæði form og efni; í „réttri"
þýðingu fara yfirborðseinkenni forgörðum. J.C. Catford lýsir
þessu þannig:
In ’total’ translation SL (source language) grammar and lexis are replaced
by TL (target language) grammar and lexis. This replacement entails the
replacement of SL phonology/graphology, but this is not normally replace-
ment by TL equivalents, hence there is no translation, in our sense, at that
level.25
Samkvæmt skilgreiningu Catfords krefst „fullþýðing“ (total
translation) þess við venjulegar aðstæður að ýmsir yfirborðsþætt-
ir séu ekki þýddir, þ.e. að equivalence eða jafngildi sé ekki til
staðar í hljóðfræðilegri yfirborðsgerð. Þegar Quirk talar um að
lesendur Morris eigi eftir að þýða eða útskýra (interpret) ýmis-
legt í þýðingunni á hann við, samkvæmt Catford, að Morris
hafi gert tilraun til að þýða ýmsa þætti í yfirborðsgerðinni, og
að þessi tilraun hafi valdið því að þýðingin sé ekki lengur full-
þýðing. En Catford gætir þess að tala um venjulegar aðstæður.
í neðanmáls athugasemd gerir hann ráð fyrir því að við vissar
aðstæður verði umskipti („concomitant replacement“) í hljóð-
fræðilegri yfirborðsgerð, eins og þegar japanska orðið „iie“ er
þýtt með „yeah“ á ensku. Þegar þetta gerist í fullþýðingu er það
venjulega af einskærri tilviljun; þó kemur fyrir að tilraunir séu
gerðar til hljóðfræðilegs jafngildis í fullþýðingu, og nefnir Cat-
ford sem dæmi talþýðingar í kvikmyndagerð og Ijóðaþýðingar.
16