Skírnir - 01.01.1984, Page 286
280
EIRÍKUR JÓNSSON
SKÍRNIR
Dómnefnd:
Á 189. bls. í ritgerð sinni segir höfundur:
„Sögnin um smjörvalinn sem hér er notuð er sótt í þjóðtrúna." Síðan til-
færir hann hlið við hlið texta úr Hinu Ijósa mani og Skaftfellskum þjóðsög-
um og sögnum sem komu út 1946.
Augljóst er að skáldið notfærir sér þessa þjóðtrú, en hér hefði einnig mátt
vísa til Þjóðsagna Jóns Árnasonar II, Leipzig 1864, 554. bls., sem tilfæra dæmi
um sömu þjóðtrú. (293)
Athugasemd:
Textarnir sem tilfærðir eru
Gleypa [Neðanmáls:= smjörvalur
= hnéskel í húsdýrum.j eða gleypi-
bein er laust bein, kúlumyndað
framan á þjóliðnum á kindum. Til
þess að verða jarðeigandi, þurftu
menn að geta gleypt þetta bein, en
flestir munu hafa hikað við það, því
jarðeigandanafnið mátti skilja á
tvennan hátt í þessu sambandi. Að
gleypa gleypubein gat eins tryggt
jarðnæði f gröfinni.5
hlið við hlið í RÍ eru þessir:
Þegar ég var lítil var mér sagt að
maður sem gleypti smjörval eignaðist
jörð, sagði hún. Hefurðu reynt það?
Smjörvalur úr kind kvað gefa kot, úr
nauti höfuðból.
Ég veit það er ein jörð sem þú ósk-
ar mér, sagði hann: kirkjugarður. Ég
veit þig lángar til að drepa mig.
(116)
Höfundi RÍ var vel kunn sú þjóðtrú sem dómnefnd skírskotar
til í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Hún kemur ekki að neinu
haldi við að skýra tilurð textans í Hinu ljósa mani og túlka
hann. Því til staðfestingar skulu þau dæmi í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar sem dómnefnd vísar til rakin:
Alla smérvali (smérvalsuga) eða smérvalsigla (sbr. gleypibein) skal grafa
svo djúpt f jörð, sem verður, og lesa þetta yfir: „Verðu mig eins vítis-kjapti,
sem eg ver þig hunds-kjapti."
Smérvalsigillinn er bein í sauða- eða gripalærum, þar sem mætist bónda-
hnúía og lángleggur; hann heitir gleypibein; má ekki fleygja honum fyrir
hunda, því það er fríður kóngsson í álögum, og forðar manni fjárdauða, ef
maður annaðhvort gleypir hann (og þaðan er nafn hans dregið) eða stíngur
honum í veggjarholu; og segir um leið: „Eg stíng þér f veggjarholu; forð-
aðu mér fjárdauða, fyrst eg forða þér hunds-kjapti." Ef allir gerðu svo, kæm-
ist hinn fríði kóngsson úr álögum.
Fullyrðing dómnefndar að Þjóðsögur Jóns Árnasonar tilfæri
„dæmi um sömu þjóðtrú“ er því röng. 1 Hinu ljósa mani er vísun
sem byggir á annarri þjóðtrú um smjörvalinn, þeirri sem til-