Skírnir - 01.01.1984, Page 288
SKÍRNIR
282 EIRÍKUR JÓNSSON
Væntanlega merkja þessi orð það, að höfundurinn hafi ekki spurt Halldór
Laxness sjálfan um hvaða heimildir hann hafi notað þegar hann samdi ís-
landsklukkuna. Þetta minnir dálítið á þann leik að finna hlut, og sá sem
faldi hlutinn má ekki segja neitt við þann sem leitar, nema „þú ert kaldur,
þú ert heitur", og ef hann segir meira er leikurinn ómark. (285)
Athugasemd:
Dæmisagan um feluleikinn virðist sögð í því skyni að gera
vinnuaðferð höfundar RÍ skoplega fyrirfram. Líkingin missir
marks af þeirri ástæðu að það þarf a.m.k. tvo til að leika þann
leik sem lýst er. Dæmisagan virðist eiga betur við um aðferð
eins af dómnefndarmönnunum, dr. Peter Hallbergs. Þar gæti
orðalagið „þú ert kaldur, þú ert heitur“ átt vel við um þá leit
sem hann lýsir í tveggja binda verki. Þar fær leitarmaður þær
upplýsingar sem nægja til að gera leikinn spennandi og slá leiks-
lokum á frest.
Orðalagið „f rannsókn þeirri sem hér birtist er farin sú leið
að nálgast fslandsklukkuna frá annarri hlið, óháðri skáldinu",
merkir að höfundur RÍ ákvað að fara þá leið sem fól í sér and-
stæðu feluleiksins, leið sem reyndi ekki á samkomulag um leik-
reglur. Höfundur RÍ taldi að fyrrnefnt orðalag dygði til að
skýra rannsóknaraðferðina.
ÁLITSGERÐ
um rit Eiríks Jónssonar, Rcetur íslandsklukkunnar, Reykjavík, Hið íslenska
bókmenntafélag, 1981.
I
Rœtur Islandsklukkunnar er mikið rit, 409 bls. með fylgiskjali og skrám.
Þar að auki eru 40 myndasíður.
Verkið skiptist í nokkra kafla.
í „Formála", 7.—13. bls., gerir ritgerðarhöfundur grein fyrir markmiðum
rannsóknar sinnar og aðferðum.
„Inngangur", 15.—31. bls., er yfirlitskafli þar sem ritgerðarhöfundur rekur
helstu sagnfræðilegar staðreyndir sem hann telur Halldór Laxness byggja
verk sitt á og getur nokkurra sögulegra persóna er orðið hafi fyrirmyndir
að persónusafni skáldverksins. Þar er og stuttlega getið nokkurra verka —
skáldrita, sagnfræðirita, menningarsögu og myndlistarverka — er ritgerðar-