Skírnir - 01.01.1984, Side 291
SKÍRNIR
DÓMUR í DAGSLJÓSI
285
III
Af því, sem rakið hefur verið, er Ijóst að ritgerðarhöfundur leitar í rann-
sókn sinni svara við tveimur spurningum:
1) Hvaða verk — einkum orðlistar, myndlistar og fræða — notfærði Halldór
Laxness sér við samningu íslandsklukkunnar?
2) Hvernig vann hann úr þeim efniviði sem þessi verk gáfu honum?
Skal fyrst vikið að úrlausn ritgerðarhöfundar við fyrri spurningunni.
Er skemmst af því að segja að rit Eiriks Jónssonar, Rœtur íslandsklukk-
unnar, er geysimikið eljuverk.
Hann hefur kannað tiltækar minnisbækur Halldórs Laxness, sem hann
notaði við samningu sögunnar, og notfært sér þann fróðleik sem þar er að
finna um efnisaðföng og heimildir. Einnig hefur hann að nokkru marki bor-
ið saman handrit mismunandi vinnustiga sögunnar þegar þau gátu varpað
ljósi á notkun frumheimilda. Þá hefur hann með stuðningi af þessum gögn-
um skáldsins og eigin getspeki og þekkingu á eldri heimildum leitað vítt og
breitt í sagnfræðilegum verkum, skáldskap og myndlist og þannig dregið
fram efni sem skáldið hefur hagnýtt við sköpun sögu sinnar.
Hér er svo rækilega til verks gengið að unnt er, að því er þennan þátt rit-
gerðarinnar varðar, að taka undir orð ritgerðarhöfundar að „/. . ./varla mun
sú heildarmynd af vinnubrögðum skáldsins sem hér kemur fram breytast þótt
fleiri finnist." (13. bls.).
Aðfinnsluefni við þennan þátt ritgerðarinnar verða einkum af tvennum
toga: Annars vegar það sem nefna mætti umgengni ritgerðarhöfundar við
rit annarra manna um íslandsklukkuna. Hins vegar einstakar vafasamar og
lítt rökstuddar fullyrðingar og ágiskanir um „fyrirmyndir" og notkun ein-
stakra texta.
Snúum að fyrra atriðinu.
í upphafi „Formála" víkur ritgerðarhöfundur að ritum Peter Hallbergs
um verk Halldórs Laxness og sérstaklega að grein hans: „íslandsklukkan í
smíðum" sem birtist í Árbók Landsbókasafns íslands, Rvk. 1957.
Niðurstaða höfundar er að „/. . . föng skáldsins í söguna og úrvinnsla
þeirra er það atriði í sköpun hennar sem lítið hefur verið kannað." (10. bls.).
Hann leggur síðan nokkra áherslu á það að hann hafi ekki eins og Peter
Hallberg staðið í persónulegu sambandi við skáldið: „í rannsókn þeirri sem
hér birtist er farin sú leið að nálgast íslandsklukkuna frá annarri hlið, óháðri
skáldinu." (10. bls.).
Væntanlega merkja þessi orð það, að höfundurinn hafi ekki spurt Halldór
Laxness sjálfan um hvaða heimildir hann hafi notað þegar hann samdi Is-
landsklukkuna. Þetta minnir dálítið á þann leik að finna hlut, og sá sem
faldi hlutinn má ekki segja neitt við þann sem leitar, nema „þú er kaldur,
þú ert heitur", og ef hann segir meira er leikurinn ómark. Eiríkur hefur
þó leitað fanga í minnisbókum skáldsins, sem vitanlega var sjálfsagt, en
spurning hvort hann nálgast skáldverkið þá frá „hlið, óháðri skáldinu".
Þá víkur hann að handritum skáldsins og minnisbókum og segir um hinar