Skírnir - 01.01.1984, Page 293
SKÍRNIR EIRÍKUR JONSSON 287
Edvard Holm. Danmarks Riges Historie 1699—1814 (156).
Æfisaga Jóns Ólafssonar Indiafara, samin af honum sjdlfum (156—157).
„Hollenskar myndir" (P.P. Rubens, A. Brouwer, A. van Ostade, G. Dou, G.
Terborch, J Steen, N. Maes) (159).
Jón J. Aðils. Einokunarverzlun Dana d íslandi 1602—1787 (161).
Einar Arnórsson. Réttarsaga Alþingis (161).
Þegar bornar eru saman tilvitnanir Peter Hallbergs og Eiríks Jónssonar til
heimilda Halldórs Laxness og tilsvarandi staða í íslandsklukkunni kemur í
ljós, að ekki eru færri en 29 slíkar samanburðartilvitnanir í riti Eiríks, sem
Peter Hallberg hafði áður birt í ritgerð sinni. í engu þessara dæma lætur
Eiríkur Jónsson þess getið að Peter Hallberg hafði áður dregið notkun Hall-
dórs Laxness á þessum heimildum fram í dagsljósið, heldur lítur svo út sem
hann sjálfur sé að gera nýja uppgötvun.
Hér verður að telja að ritgerðarhöfundur standi tæplega full-heiðarlega
að verki.
Annað tveggja gat hann gert fyllri grein fyrir ritgerð Peter Hallbergs og
niðurstöðum hennar en hann gerir á 12. bls. í riti sínu og þá tekið skýrt
fram að hann léti hjá líða að vísa til hennar í þau skipti sem niðurstöður
þeirra féllu saman, ellegar að vísa til hennar neðanmáls hverju sinni (29
neðanmálsgreinar hefðu verið lítill erfiðis- eða kostnaðarauki) á svipaðan
hátt og þar sem ritgerðarhöfundur setur sig upp á móti skilningi Peter Hall-
bergs.
Nokkuð svipað virðist uppi á teningnum að því er varðar notkun ritgerð-
arhöfundar ú seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands.
í skrá um heimildir telur hann „Orðaskrá Orðabókar Háskóla íslands",
(401. bls.) en aðeins á einum stað í ritgerð sinni vísar hann til þessarar heim-
ildar, á 223. bls. þar sem hann fjallar um orðið „erkiprentari" og kemur þá
í ljós að ritgerðarhöfundur hefur verið fundvísari en starfslið Orðabókar og
getur tilfært eldra dæmi.
Með þvf að höfundur leggur nokkra áherslu á að elta uppi einstök fágæt
orð og finna eldri notkun þeirra hefði það stundum getað gefið röksemda-
færslu hans aukinn þunga að vísa oftar til Orðabókar Háskóla íslands hvort
heldur sem þar skorti dæmi eða varðveitt voru fleiri dæmi um eldri notkun.
Einkennilega athugasemd gerir ritgerðarhöfundur á 87. bls. um hlutverk
Helga J. Halldórssonar sem þýðanda. Sem stundum oftar leggur hann þar
nokkra áherslu á mismunandi sjónarmið sín og Peter Hallbergs er telji hluta
tiltekins texta (íslandsklukkan, 109.—110. bls.) vera orð dómkirkjuprestsins,
en sjálfur segir hann: „Sögumaður birtir andstæð viðhorf Snæfríðar og síra
Sigurðar:" (87. bls.).
Hér er um að ræða útdrátt „sögumanns" í óbeinni ræðu á orðum dóm-
kirkjuprestsins, sem gleggst sést af því að beint framhald hinna tilvitnuðu
orða er: „Hún hlustaði ekki á hvað hann sagði /. . ./.“ (íslandsklukkan, 110.
bls.).