Skírnir - 01.01.1984, Page 294
SKÍRNIR
288 EIRÍKUR JÓNSSON
Viðhorfin, sem þarna koma fram, eru því viðhorf dómkirkjuprestsins þótt
flutt séu í óbeinni ræðu, en um þýðingu Helga J. Halldórssonar á þeim kafla
í Skaldens hus, sem fjallar um þetta segir Eiríkur Jónsson neðanmáls:
„Sá hluti Skaldens hus sem geymir þessi orð dr. Peters Hallbergs kom út
í íslenskri þýðingu Helga J. Halldórssonar cand. mag. árið 1971 undir nafn-
inu Hús skáldsins II. Helgi J. Halldórsson gerir, í þýðingu sinni, enga at-
hugasemd við þessi orð dr. Hallbergs. Verður þvi að ætla að hann sé þeim
sammála. Hin íslenska þýðing þessara orða verður því einnig birt þar sem
líta má á hana sem sameiginlegt álit þessara tveggja fræðimanna.“ (87. bls.).
Jafnvel þótt skoðun Peter Hallbergs væri röng væri fráleitt að gera þýð-
andann ábyrgan fyrir henni.
Nokkur dæmi eru þess að ritgerðarhöfundur leggur áherslu á annan skiln-
ing sinn en fyrri fræðimenn og umfjallendur hafi haft á hlutverki og gerð
einstakra persóna. Er þó stundum vant að sjá hvað hann telur á milli bera.
Dæmi um það er á 137. bls. en þar segir neðanmáls: „Skilningur sumra
fræðimanna á sögupersónunni Jóni Marteinssyni er gjörólíkur þeim sem hér
er settur fram. Má sem dæmi nefna stutta og hnitmiðaða heildarumfjöllun
dr. Peters Hallbergs um Jón Marteinsson:
T.o.nr. Jón Marteinsson, árkeboven, som stjál Skálda frán Arnas, inser
betydelsen av hans offer. „Och aldrig i evighet kommer det att finnas
nágot annat Island án det Island som Arnas Arnæus har köpt med sitt
liv“ (I, 226), sager han — och tárarna strömmer nerför hans kinder."
Ekki verður séð á hvern hátt hin tilvitnuðu orð Peter Hallbergs stangast á
við skilning Eiríks Jónssonar.
Svipað verður uppi á 318. bls. Þar segir ritgerðarhöfundur:
„/. . ./ ögrar Snæfríður höfuðsmanni Islands og skatttaka: GuIIinló kóngs-
frænda. Við rök hennar og reisn, sótt í sögu Islands og bókmenntirl5, er sem
þessum holdgervingi valdsins sígi larður / . ./.“
Síðan segir hann neðanmáls:
„15 Dr. Peter Hallberg hefur hér annan skilning á:
Den som i lslands klocka fár föra den islándska diktens talan i det het-
asta ordalagen, ár emmellertid varken Jón Hreggviðsson eller Arnas Arnæus
utan Snæfríður."
Ekki er auðvelt að sjá hvað Eiríkur Jónsson telur hér vera ágreiningsefni.
Enn er áþekkt dæmi á 174. bls. neðanmáls þar sem ritgerðarhöfundur
vitnar til orða Tom Kristensens:
„Skilningur sumra fræðimanna á sögupersónunni Magnúsi í Bræðratungu
er í andstöðu við þann sem hér er settur fram. Hér skal vitnað til orða Tom
Kristensens:
Hun /Snæfríður/ faar . . . junker Magnús i Brædratunga . . . og mage
til utaaleligt svinebæst har man sjælden truffet. At læse den scene, hvor