Skírnir - 01.01.1984, Page 296
290 EIRÍKUR JÓNSSON SKIRNIR
sumra hinna nafnlausu sem verða á leið hennar til Skálholts minnir að
nokkru á hlutverk kórsins í grískum harmleik.“
Og á 79. bls.:
„Hlutverk Snæfríðar og forsendur hennar til að verða mótleikari Arnæus-
ar i harmleik þeirra eru skýrð. Hið dramatíska jafnvægi sem er nauðsynlegt
lausn skáldverksins er undirbúið."
Og enn á 93. bls.:
„íslandsklukkan geymir örlagastef fornsögunnar."
Torskildara er hins vegar hvað ritgerðarhöfundur á við með eftirfarandi:
„íslandsklukkan er hluti þess mikla drama sem íslandssaga þessara alda
er.“ (89. bls.).
Hvernig getur skáldsaga samin á fimmta áratugi 20. aldar verið hluti af
því drama sem saga Islands á 17. og 18. öld er?
Hér er því líkast sem dramatískur lestrarháttur og stílbrögð hafi leitt rit-
gerðarhöfund út í merkingarleysu.
Það er ekki aðeins um viðhorf til heildartúlkunar íslandsklukkunnar sem
ritgerðarhöfundur hefur mið af skilningi Kristjáns Karlssonar. Fyrir bregð-
ur beinlínis bergmáli af einstökum setningum „Formála" hans.
„Formálinn" hefst svo:
„íslandsklukkan, hin þrískipta saga, sem vér köllum nú venjulega einu
nafni svo, kom út í fyrsta sinn /. . ./.“ (Kristján Karlsson. ,J?ormáli“. 1,
bls. ótölusett).
Og „Inngangur" ritgerðarhöfundar:
„íslandsklukkan, hin þrískipta saga Halldórs Laxness, kom fyrst út/. . ./.“
(17. bls.).
Kristján Karlsson segir í „Formála":
„F.n mér hefir einatt farið eins og góðum íslendingi, sem heyrir rímað
kvæði lesið með röngum áherzlum, að flestir þeir dómar, sem ég hefi séð
um þessa sögu, hljóma ókennilega. /. . ./ Ef ég gef einfalt svar við þeim
spurningum, sem að ofan getur, er það hvorki til þess gert að loka sögunni,
né taka fram fyrir hendur rómantískum lesanda, heldur einungis í því
skyni að benda á bragarhátt hennar, ef svo má til orða taka.
/. . ./
Vitaskuld kemur oss ljóðið fyrst í hug, vegna hrynjandi málsins og hinnar
óþvinguðu samþjöppunar /. . ./.“ (Kristján Karlsson. „Formáli". 2—3. bls.
ótölusett).
Og Eiríkur Jónsson í „Inngangi":
„Innan vébanda hans /stílsins/ má finna miskunnarlausa kaldhæðni ásamt
tærleika og hnitmiðun Ijóðsins. „Hugur einn það veit er býr hjarta nær“
segir í hinu forna kvæði. Stíll íslandsklukkunnar er af þeim toga þagnar.
Hugsunum og tilfinningum persónanna er einkum lýst með tali þeirra og
viðbrögðum. Stíll og saga hæfa hvort öðru líkt og hrynjandi og efni fullorts
kvæðis." (17. bls.).
Enn segir Kristján Karlsson í „Formála":