Skírnir - 01.01.1984, Page 313
SKÍRNIR
BRÉF til skírnis
305
útgáfuna. Þar er myndin, sem undirritaður telur ekki vera eftir
Þorvald Skúlason, birt athugasemdalaust, sem sé hún frá hendi
listmálarans. Vandvirkur listfræðingur hefði talið sér skylt að
láta þess getið í bókinni, að fram hefðu komið skoðanir um að
málverkið væri ekki verk Þorvalds Skúlasonar sjálfs, heldur hugs-
anlega eftir Snorra Arinbjarnar, vin listamannsins. Vissulega
hefði mér þótt nær að birta myndina, sem er í eigu Reykjavík-
urborgar (mynd 3), og er sláandi lík listmálaranum, en þó ekki
eins lík og myndin, sem máluð er í Osló 1933 og Listasafn ís-
lands mátti ekki eignast (mynd 2).
Engum, sem séð hefur einhver fyrrgreindra málverka af Þor-
valdi Skúlasyni, getur blandast hugur um að myndin, sem sögð
er vera af honum og skipar virðingarsess í bókinni um liann er
ekki eftir listamanninn; hann væri annaðhvort rnjög glámskyggn
á myndlist eða ekki nógu stór í sniðum til þess að viðurkenna
mistök sín, en léti það gott heita að staðleysur festist á blöð lista-
sögu þjóðarinnar.
í júní 1984.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
P.s. Nokkru eftir að grein þessi var skrifuð mun Listasafn Há-
skóla íslands liafa keypt þá mynd (mynd 2), sem undirritaður
átti einu sinni og seinna Karl Kvaran, en Þorvaldur Skúlason
lagðist gegn að Listasafn Islands eignaðist á sínum tíma.
G. Þ.
ATHU GASEMD
Herra ritstjórar. Mér hefur borizt í hendur ljósrit af aðsendu
bréfi til Skírnis, og þar sem efni þess varðar mig nokkuð, bið ég
um birtingu á eftirfarandi:
Það er rnikið sem Gunnlaugi Þórðarsyni er áfram um að
ómerkja Þorvald heitinn Skúlason. Enda þótt Þorvaldur hafi
bæði lýst því opinberlega yfir, að hann sé höfundur umræddr-
ar sjálfsmyndar og merkt hana nafnstöfum sínum og ártali, er
20