Skírnir - 01.01.1984, Page 314
306
SKÍRNIR
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
hann allt um það gerður ómerkur orða sinna og gerða. Lista-
maðurinn sjálfur er eina örugga heimildin í slíkum efnum, og
harla er ólíklegt að hann ruglist í því, hvað hann hafi málað og
hvað ekki, og einkum þó á viðkvæmu þroskaskeiði þegar hver
ein mynd er honum mikilsverður áfangi. Þegar Þorvaldur málar
þessa mynd (sé hún rétt ársett) er hann 24 eða 25 ára. Ef borið
er saman við ljósmyndir af honum á æskuskeiði, virðist myndin
hafa verið mjög lík honum. Á Oslóarárum sínum málaði hann
talsvert í slíkum grá- og brúntóna litum sem beitt er í þessari
mynd.
Það sem virðist leiða Gunnlaug svo afvega er sú mikla breyt-
ing sem varð í list Þorvalds einmitt upp úr árinu 1931, er hann
fór til Parísar, á skóla Gromaires, og kynntist í raun lita-express-
ionismanum franska. Á þeim árum varð einnig sú breyting á
honum sjálfum, að hár hans fór mjög að þynnast upp frá enni.
Mesta breytingin er þó í listrænu viðhorfi. I fyrri myndinni
málar hann sig æskureifan, mótar andlitið með skuggum sam-
kynja lita, en í hinni síðari, frá 1933, notar hann sterka og
hreina liti í flötum og lítur á mynd sína sem litrænt verkefni
fremur en spegil. Á milli þessara tveggja mynda er örasta breyt-
ingarskeiðið á fyrsta áratugnum í starfi Þorvalds. Snorri Arin-
bjarnar kemur Irvergi nálægt þessu máli.
Gunnlaugur ásakar undirritaðan fyrir að hafa birt umrædda
mynd í bókinni um Þorvald, án þess að geta um þrætumál hans
sjálfs; kallar slíkt glámskyggni, lítilmótlegt hugarfar og stað-
leysu. Hann verður hinsvegar að una því, að ég taki meira mark
á Þorvaldi Skúlasyni sjálfum, og um hans eigin handaverk,
heldur en órökstuddri vefengingu sinni. Og til þess að leiðrétta
fleiri missagnir má bæta því við, að Þorvaldur var alls ekki í
Osló árið 1933 og gat því ekki málað myndina þar, og að ég „sá“
ekki „um útgáfu“ bókarinnar um Þorvald Skúlason, líkt og eftir-
litsmaður í prentsmiðju, heldur skrifaði ég þá bók.
Með þökk fyrir birtinguna,
Björn Th. Björnsson