Skírnir - 01.01.1984, Page 315
Ritdómar
KRISTJÁN ELDJÁRN
ARNGRÍMUR MÁLARI
247 bls.
Iðunn, 1983
Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve mjög útgáfa listaverkabóka eða
bóka listsögulegs eðlis hefur færst í vöxt hér á landi undanfarinn áratug.
Mér telst til að á því tímabili hafi komið út jafn margar eða fleiri bækur
af því tagi en næstu þrjátíu árin þar á undan. Hér á ég vitaskuld við bækur
setn gefa sæmilega heillega mynd af listamanni eða mönnum, innihalda lit-
prentað myndefni í einhverjum mæli, — í stuttu máli það sem erlendis er
nefnt mónógrafíur.
Hins vegar fer fjarri að íslenskur almenningur, eða sá hluti hans sem
leggur sig eftir slíku, hafi þurft að líða algjöran skort á prentuðu efni um
íslenska myndlist fram að þeim tíma er „alvöru" listaverkabækur hófu að
koma út á landinu.
Frá því að kver Ágústs H. Bjarnasonar um „Ríkharð Jónsson, myndasmið"
kom út árið 1918—19, en það er lfkast til hið fyrsta sinnar tegundar, og
fram á vora daga hafa komið út eitthvað á fjórða tug bóka eða bæklinga sem
beint eða óbeint fjalla um íslenska myndlist og myndlistarmenn, allt frá
handritalýsingum til samtímalistar, eða nærfellt eitt ritverk á ári. Auk þess
komu öðru hvoru út vandaðar sýningarskrár í tengslum við listsýningar,
sem eflaust hafa komið að svipuðu gagni og margt kverið.
Ljóst er að vanefni og vanþekkíng settu mark sitt á allt of margar þessara
bóka. Ljósmyndir, sjálf undirstaða myndlistarrita, voru af skornum skammti
eða prentuðust illa, og litprentun var ekki framkvæmd hér að neinu gagni
fyrr en komið er fram undir 1960. Fyrstu listaverkabækur Helgafells, sem
eitthvað kveður að, t.d. Kjarvalsbókin frá 1950, voru með innlímdum lit-
myndum sem litgreindar og prentaðar höfðu verið í London.
Textar þessara bóka eru oft og tíðum frumstæðir, sneyddir fagurfræði-
legri og sögulegri þekkingu. Oftast er látið nægja að rekja æviferil lista-
mannsins og menntun.
Þrátt fyrir alla þessa agnúa er rétt að vanmeta ekki það hlutverk sem
þessi rit, hversu fábrotin sem þau voru, gegndu í íslensku menningarlífi