Skírnir - 01.01.1984, Page 317
SKÍRNIR
RITDÓMAR
309
sögu, enda leið ekki á löngu uns Arngrímur varð nokkurs konar þjóðsagna-
persóna í heimahögum sínum, sem jafnframt eru heimaslóðir dr. Kristjáns.
Bók hans er tilraun til uppgjörs við þann margbrotna listamann sem Arn-
grímur var, í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, og er jafnframt hylling
til íslenskra alþýðulistamanna.
Sem bók um myndlistarmann hefur verkið einn stóran kost, en hann er hin
nákvæma skráning á öllum inyndum sem eftir Arngrím liggja, mannamynd-
um annars vegar, altaristöflum hins vegar, í réttri eða áætlaðri tímaröð,
ásamt með öllum viðkomandi upplýsingum. „Catalogues raisonnés" af
þessu tagi eru því miður allt of sjaldgæfir á íslandi, sem sést á að þessi
verkaskrá í Arngrímsbók er fyrsta heildarskrá á verkum íslensks málara.
Sú staðreynd er í sjálfu sér áfellisdómur yfir þeirri öru útgáfu myndlistar-
bóka sem getið er hér í upphafi. Hins vegar er að finna drög að slíkri skrán-
ingu í nokkrum verkum um eldri myndlist á íslandi, t.d. f fyrri bók dr. Krist-
jáns sjálfs um tréskurð Bólu-Hjálmars. Hér vil ég ítreka brýna nauðsyn þess
að hefja þegar heildarskráningu á verkum nokkurra helstu listamanna okk-
ar, þar sem hún er óumdeilanlega undirstaða marktækra listsögulegra rann-
sókna.
Að vísu má segja að auðveldara sé að draga saman ævistarf upp á tæplega
sjötíu verk, sem eftir Arngrím liggja, heldur en þau fimm þúsund verk, sem
giskað er á að Kjarval hafi gert um dagana, en það breytir ekki kjarna máls-
ins.
Hvernig orsakast það að ungur bóndi norður í Svarfaðardal hóf að draga
til myndar á úthallandi 19. öld? Fyrir það fyrsta verður ekki horft framhjá
þeirri staðreynd að Arngrími var ýmisleg listræn tjáning töm áður en hann
hóf að teikna og mála af fullri alvöru. Hann hafði unun af tónlist, lék á
„fíólín" og flautu og var annálaður bókbindari. Þvf má hæglega líta á mynd-
listariðju hans sem eðlilegt framhald þeirrar iðkunar.
Þó telur dr. Kristján að hugsanlega hafi krókurinn beygst fyrr f átt til
myndlistar. „Sigurjón Þorgrímsson frá Hraunkoti, um skeið vert á Húsavík,
mundi eftir því að hann heyrði á barnsaldri Arngrím segja frá fyrstu til-
burðum sínum í myndgerð. Það var að vorlagi, góð tíð, heimilisfólk f
Skörðum flest farið f kirkju, en Arngrímur sat heima. Myndabók lá uppi
á hillu í baðstofunni. Drengurinn seildist eftir bókinni, hljóp með hana út
og upp á Skarðaháls, fór að teikna og gleymdi stund og stað. Þegar fólkið
kom heim frá kirkju vissi enginn hvað af honum hafði orðið. Var hans
leitað og loksins fannst hann, niðursokkinn í fyrstu teikningarnar sem hann
bar við að gera."
Álíka frásagnir eru til um bernskubrek margra frægra myndlistarmanna,
og eins og dr. Kristján segir, þá er þessi saga fyrir það eitt frásagnarverð
„að Arngrími sjálfum hefur þótt taka þvf að segja það heimilisfólkinu í
Hraunkoti meðan hann var að mála myndirnar af hjónunum þar . . .". Hefði
nafn myndabókarinnar fylgt sögunni, hefði hún óneitanlega meira gildi. Dr.
Kristján hefur það ennfremur eftir Benedikt frá Auðnum, að Arngrímur