Skírnir - 01.01.1984, Page 320
312 AÐALSTEINN INGOLFSSON SKIRNIR
Billeder" með 230 myndum eftir Doré, sömuleiðis segist hann eiga „von á
að fá Kunsthistoriuna Illustreraða í vor“.
En ekki entist honum ævin til að stúdera þá históríu. Og dr. Kristján
bendir á þá athyglisverðu staðreynd að um sama leyti og Arngrímur fellur
frá hefst tímabil hins danska málara Anker Lund í altaristöflugerð handa
fslenskum kirkjum. Hefði Arngrímur lifað lengur er ekki ólíklegt að sum
þau verkefni sem Lund tók að sér hefðu fallið honum í skaut.
Mér hefur orðið tíðrætt um hinn „myndræna hvata" 1 verkum Arngríms,
á kostnað margs annars í bók dr. Kristjáns sem vert væri að minnast á.
Ekki er minnst um vert að bókin hróflar við viðteknum hugmyndum manna
um afstöðu íslendinga til listamanna á 19. öld. Örlög þeirra Sigurðar málara
og Sölva Helgasonar hafa verið mönnum ofarlega í huga í því sambandi. En
í ljósi Arngrímsbókar hljóta fræðimenn að verða að taka æviferil þeirra til
endurskoðunar. í öllum þeim heimildum, rituðum og munnlegum, sem dr.
Kristján teflir fram í bók sinni, er ljóst að Arngrímur hefur nær alls staðar
notið virðingar fyrir listgáfur sínar, þótt Svarfdælingum þætti hann að vísu
lítillbóndi.Þarvar Arngrímursjálfurraunar ásama máli. I síðasta bréfi sínu,
sem áður er vitnað f, segir hann: „nú er ég alveg að hætta við búskapinn og
hlakka til að losna við hann og mun ég aldrei minnast hans með eftirsjón."
Bókin um Arngrím málara er mikilvægt framlag til íslenskrar myndlistar-
og menningarsögu og um leið heillandi frásögn.
Aðalsteinn Ingóljsson
ÍSLENSKAR ÞjÓÐSÖGUR OG SAGNIR
Safnað hefir og skráð Sigfús Sigfússon
Ný útgáfa I—IV. Óskar Halldórsson bjó til prentunar
Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík 1982
NÝ útgáfa á íslenskum þjóðsögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar er öllum
unnendum þjóðlegs fróðleiks sannkallað fagnaðarefni. Áratugum saman hef-
ur verið mjög torvelt að komast yfir heildarsafn fyrri útgáfunnar og einkum
var fyrsta bindið, sem út kom árið 1922, vandfundið. Þá var fyrri útgáfunni
í ýmsu ábótavant og nafnaskrá sem fyrirhuguð var með henni dagaði hrein-
lega uppi. I þá útgáfu vantaði auk þess talsvert af því efni sem Sigfús hafði
dregið saman.
Þessi útgáfa er um fleira frábrugðin hinni fyrri. Sigfús Sigfússon hafði
árum saman reynt að koma þjóðsagnasafni sínu á prent, en þegar hann var
orðinn vonlítill um að það mundi takast, tók hann sig til og endurritaði
það, til þess að það geymdist í tvíriti og því væri minni hætta á að það glat-
aðist að fullu. Þessi tvö handrit ætlaðist hann síðan til að geymd yrðu á
tveimur eldtraustum stöðum langt hvort frá öðru.
Fyrri útgáfan af íslenskum þjóðsögum og sögnum Sigfúsar var prentuð