Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 327
SKÍRNIR
RITDÓMAR
319
Eiríkur hefur kosið að skipa efninu niður kafla fyrir kafla í hinum þrem
hlutum Islandsklukkunnar, en samtals eru í henni 58 kaflar. Langar tilvitn-
anir — þær eru mjög margar — úr heimild þeirri, sem um er að ræða, og úr
sögunni sjálfri setur hann þá oftast upp í tvo dálka hlið við hlið. Þetta
fyrirkomulag hefur sína kosti. Það er auðvelt að fylgjast með og bera saman
föngin og notkun þeirra í hvert skipti. En þegar til lengdar lætur hefur það
einnig alvarlega ókosti.
Verst er að lítill eða enginn greinarmunur er gerður á heimildum mis-
munandi tegundar. í einum og sama kafla er fjallað bæði um mikilvæg-
ar sögulegar „rætur" og um einstök orð úr ýmsum áttum. Þegar efnið
er þannig bútað sundur missum við sjónar á heildinni og á þýðingu
hinna einstöku heimilda innan hennar. Hversvegna ekki að fylgja vissum
meiri háttar „rótum“ gegnum skáldsöguna alla án tillits til kaflaskiptingar?
Ég fæ ekki annað séð en það hefði verið forvitnilegra og frjórra að taka
fyrir hinar rikulegu heimildir, t.d. um aðalpersónurnar eða um hagfræði-
og réttarfarssögu landsins, í samhengi í stað þess að dreifa þeim út um allt.
Og í stað þess að bent er á einstök orð og orðatiltæki úr ýmsum heimild-
um, eftir því sem þau birtast í kafla eftir kafla, hefði verið fróðlegra að fá
þau öll tekin saman og rökrædd i einum þætti um orðaforða skáldsögunnar
og notkun hans. Það hefði getað orðið vísir að stílkönnun á íslandsklukk-
unni.
Óþarflega langar tilvitnanir og endurtekningar eru ófáar i bókinni, en
það stafar að nokkru leyti af sjálfu fyrirkomulaginu. Klukkan í Þingvalla-
kirkju er vissulega mikilvægt tákn í skáldverkinu. Það virðist samt fullmikið
að helga forsögu hennar næstum því sjö blaðsíður (36—42) af tilvitnunum
úr ýmsum heimildum. í fyrsta kafla Elds í Kaupinhafn, um konungsveisl-
una í Jagaralundi, notar Eiríkur textann „Hoffeste og Borgerliv" eftir Louis
Bobé, eina aðalheimild skáldsins i þessu sambandi, til hins ýtrasta svo að
skiptir mörgum dálkum af tilvitnunum. í sama kafla eru um fjórar drjúgar
blaðsíður teknar upp úr Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602—1787 eftir
Jón J. Aðils. Það hefði alveg að skaðlausu mátt draga þetta talsvert saman
og fá í staðinn rúm til að útskýra hvernig skáldið vinnur úr efni sínu.
Hreinar endurtekningar eru ekki óalgengar. Sama málsgrein eftir Jón J.
Aðils er tekin upp og sett í dálka bæði á bls. 25 og 175. Rúm hálf blaðsíða
úr skáldsögu Torfhildar Holm, Jón biskup Vidalin, á bls. 29—30 er endur-
tekin á bls. 158—59. Á bls. 122 er ekki aðeins vitnað orðrétt í danskan texta
eftir Ludvig Holberg, heldur einnig í mjög svipaðar endursagnir sama texta
hjá Ólafi Davíðssyni og einnig Þorvaldi Thoroddsen.
Þegar um er að ræða jafnmargar og mikilvægar sögulegar heimildir og í
íslandsklukkunni, þá finnst manni óþarft og jafnvel truflar.di að tínd eru
einnig til smáatriði úr nútíma skáldsögum. Þannig er Eiríkur þeirrar skoð-
unar að lýsingin á Snæfríði hafi tekið lit af lýsingunni á Scarlett O’Hara i
metsölubókinni Gone with the wind (1936; ísl. þýðing: Á hverfanda hveli,
1941) eftir Margaret Mitchell. Það má svo sem vel vera. En jafnvel þótt