Skírnir - 01.01.1984, Page 331
SKÍRNIR
RITDÓMAR
323
verkum neikvæður gagnvart allri hugmyndafræði og gerir þar stundum grín
að „klcólógíum" okkar tíma.
Það skal strax tekið fram að rit S0nderholms er vel unnið og mjög áreið-
anlegt. Það gefur góða hugmynd um æviferil og ævistörf Halldórs Laxness.
Ónákvæmni í meðferð staðreynda er hrein undantekning. (Það er ekki rétt
þegar sagt er um skáldið: „medlem af et parti blev han heller ikke“ (350).
Eins og kunnugt er tók Halldór Laxness virkan þátt i að stofna nýjan rót-
tækan stjórnmálaflokk 1938 undir heitinu Sameiningarflokkur alþýðu-Sósía-
listaflokkurinn.)
Stíll Spnderholms er yfirleitt lipur og blátt áfram, alveg laus við það inn-
antóma fræðiorðaglamur sem hefur ósjaldan sett mark sitt á nútxma bók-
menntarannsóknir. Hér er ef til vill ekki mikið að finna af nýstárlegum
sjónarmiðum, en ætlun höfundarins hefur ekki verið að koma lesandanum á
óvart, heldur að fræða hann á traustum grundvelli. Forvitnilegust í þessari
bók er að mínu áliti kynningin á verkum skáldsins frá seinni árum, en um
þau hefur af eðlilegum ástæðum verið tiltölulega lítið ritað fram að þessu.
Spnderholm hefur þannig lagt sig allan fram við að draga upp fjölbreytta
og sannfærandi heildarmynd af skáldsögum eins og Brekkukotsannál og
Krístnihaldi undir Jökli.
Þegar um svo margslungna texta er að ræða, sem sögur Halldórs I.axness
oftast eru, má auðvitað deila um það hvernig eigi að skilja bæði heildina
og einstök atriði. Athugasemdir mínar hér að neðan eru aðeins ætlaðar til
þess að benda á nokkra þá staði í framsetningu Spnderholms sem mér hafa
virst vafasamir eða óljósir.
Stundum finnst mér hann einfalda um of merkingu eða boðskap heillar
sögu. Þannig talar hann í sambandi við fyrra bindi Sölku Völku — Þú vín-
viður hreini — um „den religipse lpsning, som er bogens tematik" (151), en
í síðara bindinu — Fuglinn i fjörunni — eigi „hovedidé" þeirrar sögu að
vera „at beskrive en genesis af en ny verden, tusindársriget" (144). Bæði bók-
arheitin sýni sem sé „at ideerne er hovedsagen, mens personerne afspejler
forskellige holdninger til de tre dominerende ideologier: kristendom-kapi-
talisme-socialisme" (151). Á næstu blaðsíðu setur höfundur hins vegar fram
„den hypotese, at teorien for forfatteren er det sekundœre, mens virkelig-
hedens mennesker er det primære" (152: allar skáletranir mínar). Hefur ekki
Spnderholm lent hér í nokkra mótsögn við sjálfan sig: eru kenningarnar
„hovedsagen", eða eru það manneskjur veruleikans?
Hagfræðiþróuninni á Óseyri við Axlarfjörð er lýst þannig: „Dette er bog-
ens slutstilling: statslig monopolkapitalisme" (151) — staðhæfing og fræðiorð
sem segja fjarska lítið um veruleikann á staðnum. Hér virðist lífið halda
áfram nákvæmlega eins og áður þó að Steinþór Steinsson sé nú kominn í
stað Jóhanns Bogesen sem valdhafi í þessu plássi.
Mér er ekki Ijóst hvað átt er við þegar sagt er um Sölku Völku að hún —
eins og t.d. Bjartur í Sumarhúsum eða Garðar Hólrn — „lægger en forkert
tolkning ned over“ (96, neðanmáls) líf sitt. Hvernig misskilur eða vantúlkar